Ég áttaði mig á því skyndilega að ég hafði gleymt að minnast á "heimsóknina" til mín stuttu eftir að ég kom hingað. Það gerðist fyrstu vikuna hérna að ég vaknaði við eins konar ómennskar stunur eða þungan andadrátt við hlið mér. Þegar ég reyndi að opna augun og sjá hvað það væri þá gat ég það ekki. Hvorki legg né lið gat ég hreyft og fann ég þyngd á brjóstkassanum mínum. Fannst mér líkt og þessi vera hefði lagt hendi sína á brjóstkassa minn og drægi þar út lífsmátt minn. En ég lá þarna, lamaður, ófær janfvel um að tala. Eftir stutta stund tókst mér loks að stynja upp hljóði og gat þá hreyft mig. Á mig hafði sótt Mara!
Sem betur fer hafði ég lent í þessu einusinni áður (nema enga Möru skynjaði ég það skipti) og hafði því lesið mér til um þetta fyrirbæri. Þetta gerist þegar einhver partur heilans vaknar en annar hluti er ennþá "sofandi". Hafa margir lent í því að sjá hluti eins og geimverur og Mörur (púkar, vondar gamlar galdrakonur). Nafnið Mara er meira að segja í bæði enska og íslenska orðinu Martröð/Nightmare.
Þið getið lesið ykkur aðeins um mörur "hérna"
og svefn lömun "hér"
Þrátt fyrir þessa vitneskju mína þá svaf ég lítið sem ekki neitt þá nótt og fannst soldið ónotalegt að sofna næstu nætur á eftir.
En nú að allt öðru. Helvítis matnum hérna. Þetta er ekki hvítum ofdekruðum Evrópubúa bjóðandi. Hér er ekki hægt að fá gróft brauð nema í "speciality stores" og kostar þá þá fúlgu. Það eina sem er á boðstólum er risastórt hvítt verksmiðjubrauð. Þetta væri varla svo slæmt ef að osturinn hérna væri ekki búinn til úr plasti. Já Japanir borða plast ost. Og hann er einungis seldur í sneiðum. 10 sneiðar í pakka. Ef ég væri ekki vanur mjólkurmafíunni heima og verðinu á osti þar þá myndi ég gráta mig í svefn hverja nóttu. Það vita jú margir að mitt mottó í lífinu er: "Það er aldrei of mikill ostur". Svo virðist sem einhver auglýsingastofa hafi stolið þessum frasa og notað í auglýsingar heima.
Það er hægt að kaupa ýmislegt brauðmeti samt. Það lítur fallega út að utan. Svona falleg horn sem bragðast dásamlega með osti og reyktri skinku. Þessu er öllu pakkað í glærum plastumbúðum. Ég geri ráð fyrir að það muni aldrei skemmast, ever! En þegar þú bítur í þetta brauð þá bíður innan í því dísæt fylling. Úr kartöflum, baunum eða custard eða whatever... Þrátt fyrir að vera gríðarlegur sælkeri sjálfur þá meika ég ekki þetta delikasí.
Ávextir og grænmeti hérna er ennþá dýrara enn heima og sumt af því bragðast bara hreinlega ekki vel.... ef þið haldið að íslenskir tómatar (lesist túmatar) séu slæmir þá ættuð þið að prófa þá japönsku. Gúrkurnar eru þurrar og bragðast eins og grænt te. Svo keypti ég mér mandarínur af því það voru ekki til appelsínur, sú staðreynd að þær voru grænar og gular en ekki appelsínugular hefði átt að stöðva mig í að kaupa þær, en nei. Einn Finninn hérna sagði að þær væru fínar og þroskaðar þrátt fyrir þetta. He lied!
Í súpermarkaðnum hérna rétt hjá má finna 2-4 hillu lengdir af 50.000 mismunandi instant ramen núðlum en ekki almennilegan ost.
Það skemmtilegasta er náttúrulega afbökun Japana á vestrænum mat (líkt og okkar afbökun á kínverskum mat.... Haanbaaga suteiki (hamborgara steik) er tiltölulega vinsæll réttur. Þá færðu sona hamborgara kjötstykki (sem bragðast svipað og ókryddað hakkabuff) og svo meðlæti sem vanalega myndi fylgja steik (kartöflur og þannig). Hamborgarabrauð eru svo ófáanleg í flestum verslunum. Þrátt fyrir þetta hef ég fengið nokkra decent borgara hérna...
Ef pizza er your thang þá má ekki búast við fjölbreytni á veitingarstöðum. Oftast standa 2-4 mismunandi pizzur til boða og þá oftast sömu pizzurnar eru í boði allstaðar.
Hingað til hef ég borðað á Subway, McDonalds og KFC. Subwaybátarnir hérna eru fínir nema hvað þeir eru nískir á grænmetið. McDonalds líkt og annarstaðar lætur þér líða illa eftir máltíðina og KFC kjúklingaborgarinn er vægasagt viðbjóðslegur. Pinkulítill og smurður með sentimeters þykku lagi af majonesi.
Kókið hérna er svo fullt af gosi að það er eiginlega vont, það er drykkjarhæft á matsölustöðum en Japanir fylla oftast glösin af klaka þannig að lítið er af hinu góða. Ég drekk mest megnis bara vatn (úr flösku náttla) og ískalt mjólkurte. Allt annað íste kemur ósætt og ég nenni ekki að sæta það sjálfur.
Ég held að þetta sé svona það helsta neikvæða. Í næsta mataröppdeiti mun ég tala um hið góða hérna.
P.S. Apple ætlar að opna iPod touch og iPhone í febrúar fyrir homebrew software! HUZZAH!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
A) Þessi ostur er náttúrulega glaataður en maður lætur það hafa sig. Svo kostar pínulítill brie 500 yen! Skandall
B) Prófaðu Kare-pan í bakaríi, ylvolg bolla með karrífyllingu. Ég er húkkd
C) Og ekki nóg með það að vera þunglyndur í matvörubúð að reyna að leita sér að einhverju ætu fær maður "IRRRAAASSHAAAIIIMASSSEEEEE!!!" aðra hverja sekúndu beint í eyrað. Það er hreint og beint refsing að kaupa sér matvörur hérna
hæ hæ Bjössi minn!
gaman að fylgjast með blogginu þínu og ég skil vel með að nenna ekki að skrifa mikið í hvert sinn en okkur sem heima sitjum finnst notalegt að geta fylgst með þér :)
Ég skil þig með brauðið og ostinn, við Íslendingar erum svo mikið fyrir það. En hvernig er það -er ekki ferskt sússí þarna?
Líst vel á nýja iPotinn :) um að gera að græja sig upp þarna.
Bestu kveðjur.....Villa og co.
p.s. amma les bloggið þitt á hverjum degi
Sæll elskan! Ég og Magga komum með fullt af ostum handa þér í mars svo nú getur þú farið að hlakka til að fá okkur í heimsókn. Svo nu skaltu útbúa lista hvaða ost viltu fá frá Íslandi og Ameríku. kv. Mamma
Þá er bara að slá tvær flugur í einu höggi og matbúa möruna, hef heyrt að blóðmörur séu ljúffengar.
Ragnar Nörd
hæ! Er ekkert sögulegt að gerast hjá þér,fáum við engar nýjar fréttir af þér.
kveðja frá mömmu í Florida
Gaman að fá smá fréttir frá Japan. Þú verður að vera duglegur að skrifa svo ég geti lifað þetta í gegnum þig. En hvernig er þetta, fyrst að það eru engir almennilegir ostar til sölu er þá ekki grasserandi ostasmygl-samfélag þarna? Geturðu ekki bara komið þér í samband við þá?
Þú ert latasti bloggari í heimi
Post a Comment