Jæja þvert á ráð Arnaldar þá fjárfesti ég í iPod touch í gær. Gamli ipodinn minn er orðin næstum 4 ára og fannst mér því kjörið að notfæra mér þennan nýútkomna grip. Hann er glæsilegur þótt ég segi sjálfur frá.... það má sjá upplýsingar um hann hérna http://www.apple.com/ipodtouch/
Það liggur nú samt þungt á mér.... að sjá hvernig staðan er orðin í borgarpólitíkinni. Þetta var klárlega planað coup. Einstaklingar frá vinstri grænum halda því fram að Villhjálmur hafi séð einhver skjöl... Framsóknaraumingjarnir sýna svo sitt rétta andlit. Það var alltof vallt að treysta á eins manns meirihluta.
Keypti mér líka stóran og fínan pott þannig að við getum nú farið að elda saman ég og nokkrir aðrir. Maður verður fljótt þreyttur á þessum mat hérna í kring og það er frekar leiðinlegt að elda einn.
Er að hugsa um að skjótast með Jens og Harri til Kyoto í þar næstu viku. Það eru einhverjir skóla frídagar þá sem við ætlum að notfæra okkur. Planið er að taka overnight bus þangað. En meira um það seinna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæ! Held að ég fjárfesti mér í einum svona, flottur en hvað kostaði gripurinn.
mamma
16 GB útgáfan sem ég fékk mér kostar ein 48.000 yen eða 24.000 kr
8 GB útgáfan er á 36.000 yen eða 18.000 kr.
Ég notaði að vísu frequent customer punkta sem ég hafði safnað með mínum og annarra kaupum og sparaði því 13.000 yen.
Post a Comment