Jæja núna eru circa 2 & 1/2 tími í 1. des. Það hefur verið siður hjá mér að hlusta ekki á jólalög fyrr en þá. Ég verð því með Jólahjól, Út með jólaköttin og jólalögin hans Ómars Ragnarssonar tilbúin í iTunes. Spurning hvort að Daninn meiki ekki smá miðnætur jólastemningu.
Annars ligg ég núna í pest. Einhvernveginn verður maður alltaf veikur þegar þess síst er óskað og væs versa. Ég var búinn að plana solo Tokyo ferð á morgun og ætlaði að skoða og fjárfesta í þó nokkrum hlutum (þar á meðal jólaskrauti). Og ég hafði lofað Gunnellu vinkonu minni að passa fyrir hana. En, hvað hefur gerst.
Gokusaifair-ið (útlandakynningahátíð) gekk ágætlega. Ég og Sunna eyddum gríðarlegum tíma í að gera 2 plaggöt fyrir okkar booth (circa heilum klukkutíma) og ég setti upp tölvuna mína svo fólk gæti horft og hlustað á íslensk tónlistarmyndbönd. Alveg 4 gerðu það. Allir aðrir vildu einungis fá að vita hvað margir byggju á Íslandi svo þeir gætu fengið stimpil. Allir útlendingarnir áttu nefninlega að fá 7 stimpla til að sýna að þeir hefðu lært eitthvað. Ég var svo æfur út af þessari heimskulegu hugmynd að ég hennti stimpilblaðinu og rölti í rólega um án þess að pæla í þessum spurningum. Alla vegna að þá er þetta helvíti loksins búið. Get núna sett á CV-ið mitt: "The leader and organizer for Scandinavia at the Gokusaifair in Tokai University in 2007" (huzza)
Ég hafði fengið nokkrar myndir frá pabba sem ég setti í slideshow. Þar á meðal voru nokkrar myndir af föðurfjölskyldunni. Ég ætti nú ekki að vera segja frá þessu (pabbi gamli held ég hafi ekki gott af því) en þo nokkrir af Asíubúnum sem skoðuð það kommentuðu á hvað hann faðir minn væri "kakkoii" (cool). Nishiyama Sensei (kvennkyns kennari um þrítugt) meira að segja líka. Byorun-san no otousan wa kakkoii ne (Pabbi þinn er lítur út cool).
Keypti mér 2 blokkflautur um daginn. Ég hafði ráfað upp og niður stóra hljóðfærabúðsgötu í Tokyo í 40 mín þegar mér tókst loksins að finna búð sem seldi þær. Keypti eina Alto og eina Soprano. Það er helvíti erfitt að ná almennilegum tónum úr Alto flautunni en Sopranu flautan er auðveldari. Spurði svo afgreiðslustúlkuna hvort hún ætti ekki einhverjar bækur tengda blásturshljóðfærum en þær gat ég víst ekki fengið neinstaðar þarna í götunni... ég held að annaðhvort okkar hafi eitthvað misskilið hitt. Ég ætlaði að líta eftir Clarinetti á morgun en það verður víst að bíða í viku. Fer svo sem eftir því hvað ég þarf að borga fyrir það. Ætli Arnaldur og mamma myndu ekki segja að ég hefði fengið enn aðra fluguna í hausunn... það gæti svo sem verið.
Over and out for now, ætla upploada myndum snöggvast.
Friday, November 30, 2007
Tuesday, November 20, 2007
Hvað er þetta......
Jæja, nú hef ég hvílt heilabúið frá bloggi í næstum mánuð. Lokainnskot bróður míns á seinasta innleggi hvatti mig til að ýta á sign in og hrita niður einhverju.
Eftir 2 daga er alþjóðlega tungumáa hátíðin hérna í Tokai háskóla. Hún hefur aldrei verið haldin áður. Þetta þýðir það að hún er þrefalt meira óskipulegri en vanalega. Sjáið til, Japanir virðast ófærir um að skipuleggja hluti á sem hagkvæmastan hátt. Vanalega er það bara vesen..... sem dæmi má nefna að mér var sagt að vera mættur hérna í seinasta lagi 18. sept. Skólinn byrjaði aftur á móti ekki fyrr en 28. sept. Á þessum 10 dögum þurfti ég að mæta á allskonar fundi þar sem sömu upplýsingunum var miðlað til mín. Heima hefði ég fengið öll blöð á sama stað og þurft að mæta á einn fund. Alla vegna að þá telst þetta ekki inn í einkunn og við erum ekki að fá borgað fyrir þetta. Amk nennir enginn af skandinövunum að gera neitt stórkostlegt. Einhver plaggöt og slideshow + tónlist. Þegar að kennarinn okkar gaf okkur svo slatta af heimavinnu fyrir daginn á morgun og þar á eftir. Ég minntist á það að þessi hátíð væri á fimmtudaginn og við værum líklega rosalega bissí út af því. Hún gaf mér þennan klassíska japanska "það sem þú ert að segja meikar engan sense" svip. Heima fyrir væri þetta hin argasta ókurteisi, það rauk því aðeins úr mér þegar ég kom heim. Sami svipur kom á annan kennara þegar við spurðum hvers vegna við þyrftum að fara í "medical checkup". Þetta var svona eins og ef einhver spyrði mig "afhverju...afhverju... nei vitiðið.... það er ekki til neitt samsvarandi heima. Eftir að "svarleysi" hefur verið gefið þá birtist alltaf Q.E.D. yfir hausnum á kennaranum.
Sem fær mig til að tala um annað. Sá hlutur sem mest fer í taugarnar á mér í þessu þjóðfélagi. Það er aldrei hægt að kvarta. Yfir neinu..... Þú getur farið á skrifstofu hérna og kvartað yfir hræðilegri aðstöðu á dorminu. Málið er að þeir vita alveg hvernig er. En ef að ég myndi mæta og kvarta þá kæmi þetta þeim rosalega á óvart og þeir myndi skrifa niður kvörtun, sem svo hvirfi um leið og ég færi út.
húfff þetta ætti að vera nóg af frústerun yfir japönum....
Ég kem svo inn fréttaupdate-i fljótlega ásamt nýjum myndum.
(oss á morgun kemur út ný Svals og Vals bók í Frakklandi, spurning hvort ég millilendi ekki þar í sumar og framkvæmi smá bókafjárfestingar....)
Eftir 2 daga er alþjóðlega tungumáa hátíðin hérna í Tokai háskóla. Hún hefur aldrei verið haldin áður. Þetta þýðir það að hún er þrefalt meira óskipulegri en vanalega. Sjáið til, Japanir virðast ófærir um að skipuleggja hluti á sem hagkvæmastan hátt. Vanalega er það bara vesen..... sem dæmi má nefna að mér var sagt að vera mættur hérna í seinasta lagi 18. sept. Skólinn byrjaði aftur á móti ekki fyrr en 28. sept. Á þessum 10 dögum þurfti ég að mæta á allskonar fundi þar sem sömu upplýsingunum var miðlað til mín. Heima hefði ég fengið öll blöð á sama stað og þurft að mæta á einn fund. Alla vegna að þá telst þetta ekki inn í einkunn og við erum ekki að fá borgað fyrir þetta. Amk nennir enginn af skandinövunum að gera neitt stórkostlegt. Einhver plaggöt og slideshow + tónlist. Þegar að kennarinn okkar gaf okkur svo slatta af heimavinnu fyrir daginn á morgun og þar á eftir. Ég minntist á það að þessi hátíð væri á fimmtudaginn og við værum líklega rosalega bissí út af því. Hún gaf mér þennan klassíska japanska "það sem þú ert að segja meikar engan sense" svip. Heima fyrir væri þetta hin argasta ókurteisi, það rauk því aðeins úr mér þegar ég kom heim. Sami svipur kom á annan kennara þegar við spurðum hvers vegna við þyrftum að fara í "medical checkup". Þetta var svona eins og ef einhver spyrði mig "afhverju...afhverju... nei vitiðið.... það er ekki til neitt samsvarandi heima. Eftir að "svarleysi" hefur verið gefið þá birtist alltaf Q.E.D. yfir hausnum á kennaranum.
Sem fær mig til að tala um annað. Sá hlutur sem mest fer í taugarnar á mér í þessu þjóðfélagi. Það er aldrei hægt að kvarta. Yfir neinu..... Þú getur farið á skrifstofu hérna og kvartað yfir hræðilegri aðstöðu á dorminu. Málið er að þeir vita alveg hvernig er. En ef að ég myndi mæta og kvarta þá kæmi þetta þeim rosalega á óvart og þeir myndi skrifa niður kvörtun, sem svo hvirfi um leið og ég færi út.
húfff þetta ætti að vera nóg af frústerun yfir japönum....
Ég kem svo inn fréttaupdate-i fljótlega ásamt nýjum myndum.
(oss á morgun kemur út ný Svals og Vals bók í Frakklandi, spurning hvort ég millilendi ekki þar í sumar og framkvæmi smá bókafjárfestingar....)
Subscribe to:
Posts (Atom)