Jæja, viðburðarleysið verður brotið á sunnudaginn þegar að mamma og magga koma. Ég ætti þá að hafa eitthvað til að blogga yfir eftir þá ferð.
Ég keypti nýjan HD í lappann minn og vegna fasískra vinnuhátta Microsoft gat ekki sett upp windows xp aftur jafnvel þótt ég væri með löglegan CD key. Sá CD key virkar nefninlega einungis fyrir Windows XP Professional án allra service pakka. Ég gat einungis komið höndum yfir útgáfur með SP1 eða 2. Þannig að ég setti upp Ubuntu (linux) á hann í staðinn. Eins skemmtilegt of það er að fikta í því að þá hefur mér ekki tekist að nota Picasa forritið til að uploada myndum á síðuna. Takkinn sem ég á að ýta á er einfaldlega ekki þar. Ég er viss um að mér tekst á endanum að finna út úr þessu... en það verður þó ekki fyrr en ég kem aftur á dormið sem verður ekki fyrr en eftir 2 vikur circa. Ég er viss um að þið getið beðið aðeins lengur eftir myndum....
Fór til Ochanomizu með Gunnellu, vinkonu minni, fyrir 2 vikum circa og sýndi hún mér þar heila götu sem er undirlögð í fornbókabúðum. Það er þó ekki jafn z0mgz crazy og það hefði verið að finna þannig stað ef ég væri í Bretlandi eða BNA. Meginn hluti búðanna býður einungis upp á japanskar bækur og er ekki laust við að segja að maður sé týndur, vafrandi um í óskyljanlegu bókaflóði....
En það eru nokkrar búðir þarna sem gera þett að algjörum "gem". Búð sem við rákumst á fyrir algjöra tilviljun þar sem við ákváðum að taka stigann niður úr annari búð (sem okkar var bent á af eiganda annarrar búðar þegar ég spurði um japanskar barnabækur) en við höfðum tekið lyftuna upp.
Þar rakst á ég manga-fornbókabúð. En manga er japanska orðið yfir teiknimyndasögur. Í glerskáp sem blasti við þegar ég gekk inn mátti sjá röð af original bókum eftir Osamu Tezuka, föður myndasagna í Japan. Verðið var þó eftir því, 30-90.000 kr fyrir stykkið. Ég er hræddur um að þær verði að bíða þar til ég verð milli. Ég fjárfesti þar í nokkrum lp plötum og slatta af bókum eftir Tezuka.
Önnur búð sem við litum inn í var með stóran lager af gömlum (og nýjum) kvikmyndaplaggötum á japönsku. Sá nokkur sem mér leist vel á sem ég gríp etv þegar ég fer aftur þangað. Við fengum okkur svo kaiten sushi á ágætum stað við stöðina.
Jæja þar til seinna
Pís át!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment