Friday, December 28, 2007

kaette itta

Jæja ég kom aftur til minamikaname upp á dormið í gær. Ferðin var frábær og ég slapp nokkuð ómeyddur. Brákað rifbein og harðsperrur í öllum hugsanlegum vöðvum líkamans svo og aumum rassi. Var á snjóbretti allan tíman og það var skíðað 6-12 tíma alla daganna. Ég datt nokkur hundruð sinnum og munaði littlu að ég hefði getað brotið á mér báðar hnéskeljarnar en ég slapp nokkuð vel (7, 9, 13).
Ég set inn myndir eftir spa ferðina mína. Já, á morgun fer ég á stað þar sem hægt verður að fara í 28 mismunandi Onsen og láta alla þreytuna leka út. Ég ætla líka að fara í nudd þar.

Það er 29. desember hérna núna.... ég er nokkuð conflicted með hvort að afmælisdagurinn minn sé genginn í garð. Ég fæddist jú þann 29. desember á Íslandi. Þessi tímamismunur veldur mér miklum heilabrotum.....

Wednesday, December 19, 2007

Jólakveðjur

Jæja þið fáið ekki að heyra meira í mér fyrr en eftir jól. Ég er að fara í skíðaferð með um 20 öðrum núna frá 22-28. Ég geri ráð fyrir því að eiga eftir að standa á haus á morgun og hinn við að græja hitt og þetta plús að það eru einnig seinustu skóladagar fyrir jól. Ég er í fríi frá 23. - 7. að ég held.
Annars mest lítið að frétta..... fékk plaggöt sem ég hafði panntað online í gær og þakti vegginn minn þannig að nú sést lítið sem ekkert af honum, sem er gott. Risastórt veraldarkort og 2 kvikmyndaplaggöt.

Ég sendi hér með ykkur öllum bestu jólakveðjur. Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar.

P.S.
Hér er svo lagið "Ashita ga aru sa". Lagið sjálft er gamalt. Man einhver hvað íslenska útgáfan heitir og hverjir fluttu það?

Sunday, December 16, 2007

Fréttir

Ekki bara fréttir frá Japan, nei heldur einnig fréttir frá evrópu!

Fór til Gunnellu á laugardaginn og sat þar (á gólfinu) ásamt góðra manna hópi. Át, drakk og skemmti mér konunglega. Í dag (sunnudag) fór ég svo í Tokyo til að kaupa hitt og þetta, jólasveinabúning fyrir jólapartíið hérna og hitt og þetta.
Var í prófi á laugardaginn (sem er ekkert nýtt þar sem það er 2-4 próf á dag). Nema hvað að mér gekk svo hræðilega í því að ég þarf að (3 að í einni setningu ussss ekki er það góð íslenska) breyta lærdóms aðferðinni minni....

SÞ sendu 1800 manna herlið inn í Kosovo í dag. Ég er ansi hræddur um að plön Kosovo manna um sjálfstætt ríki hafi ekki fallið í góðan jarðveg hjá Serbum. Vonandi mun þetta herlið fá þá til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðast í hernaðaraðgerðir gegn þeim.... en líklega munu þeir ekki taka því sitjandi.
Sem er slæmur leikur hjá þeim. Serbar muni ekki fá nein stig frá Kosovo í Eurovision 2009.
En ég hef lengi haldi fram þeirri kenningu að skipting þessara landi hafi verið plön stjórnvalda til að hrifsa Eurovision úr greipum vestur evrópubúa.
Svo er þetta einstaklega "unaesthetic". Sjáið bara þetta kort.
Þetta er klárlega einhverskonar throwback til 14. aldar. Við þurfum að segja stop!

Thursday, December 13, 2007

Úði

Það var úði í dagi, samt ekki einusinni úði... en það er nóg til þess að Japanir búi til regnhlífafrumskóg.
Þessa helgi ætla ég loksins að drulla mér til Tokyo, listinn yfir það sem mig langar til að kíkja á þar heldur áfram að vera lengri og lengri. Það er sjaldnast að ég nái að fara solo ferðir. Seinast þegar ég fór þá fór ég með innanum of ananum. Það var svona nett ekki skemmtileg ferð. Þeir hafa frekar samkynhneigðan fatasmekk og þeir continually ráfuðu eitthvað í burtu þegar ég var að skoða hluti. Þannig að ég ætla ekki með þeim aftur í nein fatakaup. Ég get þá eytt löngum stundum að ráfa á milli Burberries og Ralph Lauren.

Í gær gerði ég rosalegustu kaup aldarinnar! Japönsk kvikmyndaplaggöt! Það má sjá dýrðina hérna.
Ég rakst á þessi plaggöt á ólíklegasta stað í heimi, í bókabúðinni í skólabyggingunni minni.

Þann 25. mun ég halda klassísk íslensk jól en þá fer ég í Tokyo Disneyland. Slatti af Taílendingum og Taivönum eru að fara ásamt fólki úr bekknum mínum. It's gonna be guureeaat!

Update eftir helgi.

Monday, December 10, 2007

supeshiaru-kurisumasu-dondokodon

Ég komast að því að jólin hafa gengið í garð. Matsalurinn í skólanum hafði sölu á "supeshiaru-kurisumasu-dondokodon". Öðruvísi en venjulega dondokodon (sem er samansett úr ógeðslegri djúpsteiktri fiskiköku, ógeðslega feitum djúpsteiktum kjúklingabitum og óaðlaðandi feitum djúpsteiktum svínakjötsbitum) þá hafa þeir bætti við djúpsteiktum kartöflum og hvítri sósu. Ég keypti mér ma-bo-gyuzadon og muldraði "jóla hvað?" á meðan að kóreubúarnir börðust um SKdondokodon.

Ég er næstum laus við kvefið sem eru góðar fréttir en þær slæmu eru að hausinn minn er eitthvað í ólagi. Frá miðvikudegi hef ég fundið fyrir eins konar undarlega dofa eða víbrations tilfinninngu í hausnum á mér. Þetta er orðið virkilega þreytandi þar sem ég get eiginlega ekki lært fyrir þessu. Fór til nef, háls og eyrna læknis í dag og hann fann ekkert athugavert við eyrun á mér, en ég hafði verið að vona að þetta væri bara einhver stífla þar eða eitthvað eftir kvefið. Ég fékk hjá honum fúkkalyf og anti-inflamatory lyf sem ég á að taka... mér tókst samt ekki að átta mig á því hvar ég ætti að kaupa þessi lyf þannig að ég neyðist til að kaupa þá á morgun...

Fór ásamt nokkrum öðrum í Costco í vikunni sem leið. Costco er oasis (vin?) í eyðimörkinni sem er matvælamarkaðurinn í Japan. Amerísk búð þar sem smjör drýpur af hverju strái. Keyptum þar 3 saman 8kg beinlausan kjötskrokk á 20.000 yen. Svo og slatta af hinu og þessu (þar á meðal alvöru ost!!!!)

Jæja ég ætla hvíla á mér hausinn.....