Ég komast að því að jólin hafa gengið í garð. Matsalurinn í skólanum hafði sölu á "supeshiaru-kurisumasu-dondokodon". Öðruvísi en venjulega dondokodon (sem er samansett úr ógeðslegri djúpsteiktri fiskiköku, ógeðslega feitum djúpsteiktum kjúklingabitum og óaðlaðandi feitum djúpsteiktum svínakjötsbitum) þá hafa þeir bætti við djúpsteiktum kartöflum og hvítri sósu. Ég keypti mér ma-bo-gyuzadon og muldraði "jóla hvað?" á meðan að kóreubúarnir börðust um SKdondokodon.
Ég er næstum laus við kvefið sem eru góðar fréttir en þær slæmu eru að hausinn minn er eitthvað í ólagi. Frá miðvikudegi hef ég fundið fyrir eins konar undarlega dofa eða víbrations tilfinninngu í hausnum á mér. Þetta er orðið virkilega þreytandi þar sem ég get eiginlega ekki lært fyrir þessu. Fór til nef, háls og eyrna læknis í dag og hann fann ekkert athugavert við eyrun á mér, en ég hafði verið að vona að þetta væri bara einhver stífla þar eða eitthvað eftir kvefið. Ég fékk hjá honum fúkkalyf og anti-inflamatory lyf sem ég á að taka... mér tókst samt ekki að átta mig á því hvar ég ætti að kaupa þessi lyf þannig að ég neyðist til að kaupa þá á morgun...
Fór ásamt nokkrum öðrum í Costco í vikunni sem leið. Costco er oasis (vin?) í eyðimörkinni sem er matvælamarkaðurinn í Japan. Amerísk búð þar sem smjör drýpur af hverju strái. Keyptum þar 3 saman 8kg beinlausan kjötskrokk á 20.000 yen. Svo og slatta af hinu og þessu (þar á meðal alvöru ost!!!!)
Jæja ég ætla hvíla á mér hausinn.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
hmmm...kjötskrokk, þá þarftu bara að útvega þér mysu og 30 lítra tunnu, leggja svo í súr, lundabagga og síður, svo geturðu sýnt Nipponum hvað við borðum á þorranum á Íslandi (kanski gætirðu krækt í hvalrengi á einhverjum markaði þarna og lagt í súrinn líka, þá fer að verða gaman að þessu)
Ég ætla að vona að þið takið ykkur þetta sem víti til varnaðar. Ekki flytja út á land! þá gætuð þið endað eins og hann faðir minn.....
Er ekki Dondokodon besti nintendoleikur allra tíma?
Post a Comment