Sunday, December 16, 2007

Fréttir

Ekki bara fréttir frá Japan, nei heldur einnig fréttir frá evrópu!

Fór til Gunnellu á laugardaginn og sat þar (á gólfinu) ásamt góðra manna hópi. Át, drakk og skemmti mér konunglega. Í dag (sunnudag) fór ég svo í Tokyo til að kaupa hitt og þetta, jólasveinabúning fyrir jólapartíið hérna og hitt og þetta.
Var í prófi á laugardaginn (sem er ekkert nýtt þar sem það er 2-4 próf á dag). Nema hvað að mér gekk svo hræðilega í því að ég þarf að (3 að í einni setningu ussss ekki er það góð íslenska) breyta lærdóms aðferðinni minni....

SÞ sendu 1800 manna herlið inn í Kosovo í dag. Ég er ansi hræddur um að plön Kosovo manna um sjálfstætt ríki hafi ekki fallið í góðan jarðveg hjá Serbum. Vonandi mun þetta herlið fá þá til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðast í hernaðaraðgerðir gegn þeim.... en líklega munu þeir ekki taka því sitjandi.
Sem er slæmur leikur hjá þeim. Serbar muni ekki fá nein stig frá Kosovo í Eurovision 2009.
En ég hef lengi haldi fram þeirri kenningu að skipting þessara landi hafi verið plön stjórnvalda til að hrifsa Eurovision úr greipum vestur evrópubúa.
Svo er þetta einstaklega "unaesthetic". Sjáið bara þetta kort.
Þetta er klárlega einhverskonar throwback til 14. aldar. Við þurfum að segja stop!

1 comment:

Anonymous said...

Ánægður með þetta blogg turn hjá þér....