Hverjum datt í hug að búa til vetrarfrí? 2 mánuðir í frí, í febrúar. Engum heilvita manni myndi detta þetta í hug heima.... Hef nú legið í leti frá 1. febrúar. Ég er með dagsferðir til Kamakura og/eða Nikko planaðar. Ætli ég skjótist ekki í byrjun mars. Veðrið hérna er alltaf eins, svalt og kyrrt. Ég hefði ekkert á móti því að það færi að hitna aðeins. Sumar hitinn hérna er víst svaðalegur, þó sérstaklega rakastigið sem gerir hann enn verri.
Fór í Ghibli Safnið í seinustu viku með nokkrum héðan. Það má sjá myndir utan frá á mynda síðunni. Svo og hérna video sem ég stalst til að taka (það stóð vörður fyrir aftan mig þannig að þetta er soldið "shaky cam"
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Vá! Hvaða hringekja er þetta? -Fifa
hæ hæ mátti til með að kasta á þig stöfum, fylgist alltaf með þér og verð að taka undir með honum Viggo að þú mættir blogga bara örlítið meira ....nema þú sért svona upptekinn við eitthvað?
Óli og Steffi komin til Hong Kong og lögðu af stað til Víetnam í dag. Hafðu það sem allra best karlinn :) -kveðja Villa
p.s. heilsa frá ömmu Jónu
Post a Comment