Sunday, October 21, 2007

Af mörum og mat

Ég áttaði mig á því skyndilega að ég hafði gleymt að minnast á "heimsóknina" til mín stuttu eftir að ég kom hingað. Það gerðist fyrstu vikuna hérna að ég vaknaði við eins konar ómennskar stunur eða þungan andadrátt við hlið mér. Þegar ég reyndi að opna augun og sjá hvað það væri þá gat ég það ekki. Hvorki legg né lið gat ég hreyft og fann ég þyngd á brjóstkassanum mínum. Fannst mér líkt og þessi vera hefði lagt hendi sína á brjóstkassa minn og drægi þar út lífsmátt minn. En ég lá þarna, lamaður, ófær janfvel um að tala. Eftir stutta stund tókst mér loks að stynja upp hljóði og gat þá hreyft mig. Á mig hafði sótt Mara!
Sem betur fer hafði ég lent í þessu einusinni áður (nema enga Möru skynjaði ég það skipti) og hafði því lesið mér til um þetta fyrirbæri. Þetta gerist þegar einhver partur heilans vaknar en annar hluti er ennþá "sofandi". Hafa margir lent í því að sjá hluti eins og geimverur og Mörur (púkar, vondar gamlar galdrakonur). Nafnið Mara er meira að segja í bæði enska og íslenska orðinu Martröð/Nightmare.
Þið getið lesið ykkur aðeins um mörur "hérna"
og svefn lömun "hér"
Þrátt fyrir þessa vitneskju mína þá svaf ég lítið sem ekki neitt þá nótt og fannst soldið ónotalegt að sofna næstu nætur á eftir.

En nú að allt öðru. Helvítis matnum hérna. Þetta er ekki hvítum ofdekruðum Evrópubúa bjóðandi. Hér er ekki hægt að fá gróft brauð nema í "speciality stores" og kostar þá þá fúlgu. Það eina sem er á boðstólum er risastórt hvítt verksmiðjubrauð. Þetta væri varla svo slæmt ef að osturinn hérna væri ekki búinn til úr plasti. Já Japanir borða plast ost. Og hann er einungis seldur í sneiðum. 10 sneiðar í pakka. Ef ég væri ekki vanur mjólkurmafíunni heima og verðinu á osti þar þá myndi ég gráta mig í svefn hverja nóttu. Það vita jú margir að mitt mottó í lífinu er: "Það er aldrei of mikill ostur". Svo virðist sem einhver auglýsingastofa hafi stolið þessum frasa og notað í auglýsingar heima.
Það er hægt að kaupa ýmislegt brauðmeti samt. Það lítur fallega út að utan. Svona falleg horn sem bragðast dásamlega með osti og reyktri skinku. Þessu er öllu pakkað í glærum plastumbúðum. Ég geri ráð fyrir að það muni aldrei skemmast, ever! En þegar þú bítur í þetta brauð þá bíður innan í því dísæt fylling. Úr kartöflum, baunum eða custard eða whatever... Þrátt fyrir að vera gríðarlegur sælkeri sjálfur þá meika ég ekki þetta delikasí.
Ávextir og grænmeti hérna er ennþá dýrara enn heima og sumt af því bragðast bara hreinlega ekki vel.... ef þið haldið að íslenskir tómatar (lesist túmatar) séu slæmir þá ættuð þið að prófa þá japönsku. Gúrkurnar eru þurrar og bragðast eins og grænt te. Svo keypti ég mér mandarínur af því það voru ekki til appelsínur, sú staðreynd að þær voru grænar og gular en ekki appelsínugular hefði átt að stöðva mig í að kaupa þær, en nei. Einn Finninn hérna sagði að þær væru fínar og þroskaðar þrátt fyrir þetta. He lied!
Í súpermarkaðnum hérna rétt hjá má finna 2-4 hillu lengdir af 50.000 mismunandi instant ramen núðlum en ekki almennilegan ost.
Það skemmtilegasta er náttúrulega afbökun Japana á vestrænum mat (líkt og okkar afbökun á kínverskum mat.... Haanbaaga suteiki (hamborgara steik) er tiltölulega vinsæll réttur. Þá færðu sona hamborgara kjötstykki (sem bragðast svipað og ókryddað hakkabuff) og svo meðlæti sem vanalega myndi fylgja steik (kartöflur og þannig). Hamborgarabrauð eru svo ófáanleg í flestum verslunum. Þrátt fyrir þetta hef ég fengið nokkra decent borgara hérna...
Ef pizza er your thang þá má ekki búast við fjölbreytni á veitingarstöðum. Oftast standa 2-4 mismunandi pizzur til boða og þá oftast sömu pizzurnar eru í boði allstaðar.

Hingað til hef ég borðað á Subway, McDonalds og KFC. Subwaybátarnir hérna eru fínir nema hvað þeir eru nískir á grænmetið. McDonalds líkt og annarstaðar lætur þér líða illa eftir máltíðina og KFC kjúklingaborgarinn er vægasagt viðbjóðslegur. Pinkulítill og smurður með sentimeters þykku lagi af majonesi.
Kókið hérna er svo fullt af gosi að það er eiginlega vont, það er drykkjarhæft á matsölustöðum en Japanir fylla oftast glösin af klaka þannig að lítið er af hinu góða. Ég drekk mest megnis bara vatn (úr flösku náttla) og ískalt mjólkurte. Allt annað íste kemur ósætt og ég nenni ekki að sæta það sjálfur.
Ég held að þetta sé svona það helsta neikvæða. Í næsta mataröppdeiti mun ég tala um hið góða hérna.

P.S. Apple ætlar að opna iPod touch og iPhone í febrúar fyrir homebrew software! HUZZAH!

Saturday, October 20, 2007

Video inskot



Hér má sjá 2 gaura sem ég rakst á í Akihabara slást í kóreógrófuðum fæt.

Monday, October 15, 2007

Dagarnir líða....

Jæja þvert á ráð Arnaldar þá fjárfesti ég í iPod touch í gær. Gamli ipodinn minn er orðin næstum 4 ára og fannst mér því kjörið að notfæra mér þennan nýútkomna grip. Hann er glæsilegur þótt ég segi sjálfur frá.... það má sjá upplýsingar um hann hérna http://www.apple.com/ipodtouch/

Það liggur nú samt þungt á mér.... að sjá hvernig staðan er orðin í borgarpólitíkinni. Þetta var klárlega planað coup. Einstaklingar frá vinstri grænum halda því fram að Villhjálmur hafi séð einhver skjöl... Framsóknaraumingjarnir sýna svo sitt rétta andlit. Það var alltof vallt að treysta á eins manns meirihluta.

Keypti mér líka stóran og fínan pott þannig að við getum nú farið að elda saman ég og nokkrir aðrir. Maður verður fljótt þreyttur á þessum mat hérna í kring og það er frekar leiðinlegt að elda einn.

Er að hugsa um að skjótast með Jens og Harri til Kyoto í þar næstu viku. Það eru einhverjir skóla frídagar þá sem við ætlum að notfæra okkur. Planið er að taka overnight bus þangað. En meira um það seinna.

Wednesday, October 10, 2007

EmergenZy update!

Ég fann "The Book of Mormon" á bókasafninu rétt áðan!!1!!!111! Þar sem ég er búinn að lesa bækurnar sem ég tók með mér ætla ég að taka upp lestur hennar.

Þið getið séð gamla teiknimynd sem á að sýna hverju þeir trúa. Einhverjir mormónar hafa hafnað þessari mynd. Ég mun gefa frekar upplýsingar um þetta þegar ég er búinn að lesa meira.
http://youtube.com/watch?v=zy0d1HbItOo&mode=related&search=

Lofum Joseph Smith

Sunday, October 7, 2007

Smá auka innskot

Jæja, ég komst að því að með einu handtaki þá geta núna allir commentað, ekki bara fólk með gmail account. Þannig að like comment away!

Bætti við slatta af myndum
og svo einu myndbandi sem þið getið séð hérna:
http://youtube.com/watch?v=9JmiMeNMY7s
til að sjá það í réttu formatti þá þurfið þið að ýta á takkann næst lengt til hægri niðri á myndbands stjórnborðinu. Þennan sem lítur út eins og kassi innan í öðrum kassa.

Loksins nýjar fréttir!

Jæja ég drattaðist loksins til að skrifa aðra færslu. Ekki skil ég hvernig fólk nennir að gera þetta á hverjum degi. Ég sit núna einn upp á herbergi og klukkan er 22:48. Á morgun er mánudagur en það er einhver japanskur frí dagur þannig að enginn skóli (húrra). Ég geri ráð fyrir að flestir séu einhverstaðar að detta í það. Líklegast á hinum forláta bar "Boogies". Ég tók all hressilega á því á föstudaginn og nenni því engan veginn að fara og drekkar meira...... hef líka ákveðið að láta shochu í friði héðan í frá en það er algjör "killer".
Nú veit ég að einvherjir hugsa með sér: "shochu er nú bara 20-30% getur varla verið svo slæmt." En þegar það er borið fram í glasi, óblandað, ískallt þá rennur það niðir kokið hjá manni.

Það eru hér menn sem mætti halda hefðu aldrei skemmt sér áður. Þá aðalega Normenn sem fara á hverjum degi á Boogies og detta í það. Littlu munaði að annar þeirra yrði rekinn úr skólanum eftir að hafa kýlt spegil úti á götu í vikunni.

Seinustu helgi fór ég hitti fólk sem gengið hefur í félag íslendinga í Japan. Þar á meðal voru nokkrir úr japönsku úr HÍ, sendiherra vor, nokkrir Japanir og svo sona random skatter af öðrum Íslendingum. Þar sem að lestirnar hætta að ganga hérna klukkan 12 og ég ætlaði mér ekki að hætta að djamma klukkan 11 þá var það eina í stöðunni að djamma til 6 (en þá byrja þær að ganga aftur). Ég slapp þó sem betur fer við það að verða ofurölvi (líkt og á föstudaginn) og náði lestinni klukkan 8 til Tokaidaigakumea (sem er stöðin mín). Ég svaf alla leiðina á einhverjum Japan sem sat mér á hægri hönd en vaknaði sem betur fer 4 stöðvum frá minni.
Ég svaf svo til 5 daginn eftir en þá vakti Daninn mig vegna veisluhalda niðri í communal herberginu

Ég fékk loks bréfið frá The Immigration Office í Yokohama og fór þangað á mánudaginn að fá status-num mínum í vegabréfinu breytt úr í temporary visitor með 3 mánaða dvalarleyfi í student með 1 árs dvalarleyfi. Ég var handviss um að fá neitun og stressið var gjörsamlega að fara með mig þar sem ég sat þarna og beið eftir að kæmi að mér í röðinni. En sem betur fer fór það allt vel.
Ég fór svo í ferð til Haratsuka svo ég gæti sótt um foreign card (sem ég þarf víst). Eftir að hafa veirð í haratsuka í 5 tíma þá vill ég aldrei fara þangað aftur. Hræðilegur staður....