Friday, December 28, 2007

kaette itta

Jæja ég kom aftur til minamikaname upp á dormið í gær. Ferðin var frábær og ég slapp nokkuð ómeyddur. Brákað rifbein og harðsperrur í öllum hugsanlegum vöðvum líkamans svo og aumum rassi. Var á snjóbretti allan tíman og það var skíðað 6-12 tíma alla daganna. Ég datt nokkur hundruð sinnum og munaði littlu að ég hefði getað brotið á mér báðar hnéskeljarnar en ég slapp nokkuð vel (7, 9, 13).
Ég set inn myndir eftir spa ferðina mína. Já, á morgun fer ég á stað þar sem hægt verður að fara í 28 mismunandi Onsen og láta alla þreytuna leka út. Ég ætla líka að fara í nudd þar.

Það er 29. desember hérna núna.... ég er nokkuð conflicted með hvort að afmælisdagurinn minn sé genginn í garð. Ég fæddist jú þann 29. desember á Íslandi. Þessi tímamismunur veldur mér miklum heilabrotum.....

Wednesday, December 19, 2007

Jólakveðjur

Jæja þið fáið ekki að heyra meira í mér fyrr en eftir jól. Ég er að fara í skíðaferð með um 20 öðrum núna frá 22-28. Ég geri ráð fyrir því að eiga eftir að standa á haus á morgun og hinn við að græja hitt og þetta plús að það eru einnig seinustu skóladagar fyrir jól. Ég er í fríi frá 23. - 7. að ég held.
Annars mest lítið að frétta..... fékk plaggöt sem ég hafði panntað online í gær og þakti vegginn minn þannig að nú sést lítið sem ekkert af honum, sem er gott. Risastórt veraldarkort og 2 kvikmyndaplaggöt.

Ég sendi hér með ykkur öllum bestu jólakveðjur. Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar.

P.S.
Hér er svo lagið "Ashita ga aru sa". Lagið sjálft er gamalt. Man einhver hvað íslenska útgáfan heitir og hverjir fluttu það?

Sunday, December 16, 2007

Fréttir

Ekki bara fréttir frá Japan, nei heldur einnig fréttir frá evrópu!

Fór til Gunnellu á laugardaginn og sat þar (á gólfinu) ásamt góðra manna hópi. Át, drakk og skemmti mér konunglega. Í dag (sunnudag) fór ég svo í Tokyo til að kaupa hitt og þetta, jólasveinabúning fyrir jólapartíið hérna og hitt og þetta.
Var í prófi á laugardaginn (sem er ekkert nýtt þar sem það er 2-4 próf á dag). Nema hvað að mér gekk svo hræðilega í því að ég þarf að (3 að í einni setningu ussss ekki er það góð íslenska) breyta lærdóms aðferðinni minni....

SÞ sendu 1800 manna herlið inn í Kosovo í dag. Ég er ansi hræddur um að plön Kosovo manna um sjálfstætt ríki hafi ekki fallið í góðan jarðveg hjá Serbum. Vonandi mun þetta herlið fá þá til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðast í hernaðaraðgerðir gegn þeim.... en líklega munu þeir ekki taka því sitjandi.
Sem er slæmur leikur hjá þeim. Serbar muni ekki fá nein stig frá Kosovo í Eurovision 2009.
En ég hef lengi haldi fram þeirri kenningu að skipting þessara landi hafi verið plön stjórnvalda til að hrifsa Eurovision úr greipum vestur evrópubúa.
Svo er þetta einstaklega "unaesthetic". Sjáið bara þetta kort.
Þetta er klárlega einhverskonar throwback til 14. aldar. Við þurfum að segja stop!

Thursday, December 13, 2007

Úði

Það var úði í dagi, samt ekki einusinni úði... en það er nóg til þess að Japanir búi til regnhlífafrumskóg.
Þessa helgi ætla ég loksins að drulla mér til Tokyo, listinn yfir það sem mig langar til að kíkja á þar heldur áfram að vera lengri og lengri. Það er sjaldnast að ég nái að fara solo ferðir. Seinast þegar ég fór þá fór ég með innanum of ananum. Það var svona nett ekki skemmtileg ferð. Þeir hafa frekar samkynhneigðan fatasmekk og þeir continually ráfuðu eitthvað í burtu þegar ég var að skoða hluti. Þannig að ég ætla ekki með þeim aftur í nein fatakaup. Ég get þá eytt löngum stundum að ráfa á milli Burberries og Ralph Lauren.

Í gær gerði ég rosalegustu kaup aldarinnar! Japönsk kvikmyndaplaggöt! Það má sjá dýrðina hérna.
Ég rakst á þessi plaggöt á ólíklegasta stað í heimi, í bókabúðinni í skólabyggingunni minni.

Þann 25. mun ég halda klassísk íslensk jól en þá fer ég í Tokyo Disneyland. Slatti af Taílendingum og Taivönum eru að fara ásamt fólki úr bekknum mínum. It's gonna be guureeaat!

Update eftir helgi.

Monday, December 10, 2007

supeshiaru-kurisumasu-dondokodon

Ég komast að því að jólin hafa gengið í garð. Matsalurinn í skólanum hafði sölu á "supeshiaru-kurisumasu-dondokodon". Öðruvísi en venjulega dondokodon (sem er samansett úr ógeðslegri djúpsteiktri fiskiköku, ógeðslega feitum djúpsteiktum kjúklingabitum og óaðlaðandi feitum djúpsteiktum svínakjötsbitum) þá hafa þeir bætti við djúpsteiktum kartöflum og hvítri sósu. Ég keypti mér ma-bo-gyuzadon og muldraði "jóla hvað?" á meðan að kóreubúarnir börðust um SKdondokodon.

Ég er næstum laus við kvefið sem eru góðar fréttir en þær slæmu eru að hausinn minn er eitthvað í ólagi. Frá miðvikudegi hef ég fundið fyrir eins konar undarlega dofa eða víbrations tilfinninngu í hausnum á mér. Þetta er orðið virkilega þreytandi þar sem ég get eiginlega ekki lært fyrir þessu. Fór til nef, háls og eyrna læknis í dag og hann fann ekkert athugavert við eyrun á mér, en ég hafði verið að vona að þetta væri bara einhver stífla þar eða eitthvað eftir kvefið. Ég fékk hjá honum fúkkalyf og anti-inflamatory lyf sem ég á að taka... mér tókst samt ekki að átta mig á því hvar ég ætti að kaupa þessi lyf þannig að ég neyðist til að kaupa þá á morgun...

Fór ásamt nokkrum öðrum í Costco í vikunni sem leið. Costco er oasis (vin?) í eyðimörkinni sem er matvælamarkaðurinn í Japan. Amerísk búð þar sem smjör drýpur af hverju strái. Keyptum þar 3 saman 8kg beinlausan kjötskrokk á 20.000 yen. Svo og slatta af hinu og þessu (þar á meðal alvöru ost!!!!)

Jæja ég ætla hvíla á mér hausinn.....

Friday, November 30, 2007

2 hours, 23 min and counting

Jæja núna eru circa 2 & 1/2 tími í 1. des. Það hefur verið siður hjá mér að hlusta ekki á jólalög fyrr en þá. Ég verð því með Jólahjól, Út með jólaköttin og jólalögin hans Ómars Ragnarssonar tilbúin í iTunes. Spurning hvort að Daninn meiki ekki smá miðnætur jólastemningu.

Annars ligg ég núna í pest. Einhvernveginn verður maður alltaf veikur þegar þess síst er óskað og væs versa. Ég var búinn að plana solo Tokyo ferð á morgun og ætlaði að skoða og fjárfesta í þó nokkrum hlutum (þar á meðal jólaskrauti). Og ég hafði lofað Gunnellu vinkonu minni að passa fyrir hana. En, hvað hefur gerst.

Gokusaifair-ið (útlandakynningahátíð) gekk ágætlega. Ég og Sunna eyddum gríðarlegum tíma í að gera 2 plaggöt fyrir okkar booth (circa heilum klukkutíma) og ég setti upp tölvuna mína svo fólk gæti horft og hlustað á íslensk tónlistarmyndbönd. Alveg 4 gerðu það. Allir aðrir vildu einungis fá að vita hvað margir byggju á Íslandi svo þeir gætu fengið stimpil. Allir útlendingarnir áttu nefninlega að fá 7 stimpla til að sýna að þeir hefðu lært eitthvað. Ég var svo æfur út af þessari heimskulegu hugmynd að ég hennti stimpilblaðinu og rölti í rólega um án þess að pæla í þessum spurningum. Alla vegna að þá er þetta helvíti loksins búið. Get núna sett á CV-ið mitt: "The leader and organizer for Scandinavia at the Gokusaifair in Tokai University in 2007" (huzza)
Ég hafði fengið nokkrar myndir frá pabba sem ég setti í slideshow. Þar á meðal voru nokkrar myndir af föðurfjölskyldunni. Ég ætti nú ekki að vera segja frá þessu (pabbi gamli held ég hafi ekki gott af því) en þo nokkrir af Asíubúnum sem skoðuð það kommentuðu á hvað hann faðir minn væri "kakkoii" (cool). Nishiyama Sensei (kvennkyns kennari um þrítugt) meira að segja líka. Byorun-san no otousan wa kakkoii ne (Pabbi þinn er lítur út cool).

Keypti mér 2 blokkflautur um daginn. Ég hafði ráfað upp og niður stóra hljóðfærabúðsgötu í Tokyo í 40 mín þegar mér tókst loksins að finna búð sem seldi þær. Keypti eina Alto og eina Soprano. Það er helvíti erfitt að ná almennilegum tónum úr Alto flautunni en Sopranu flautan er auðveldari. Spurði svo afgreiðslustúlkuna hvort hún ætti ekki einhverjar bækur tengda blásturshljóðfærum en þær gat ég víst ekki fengið neinstaðar þarna í götunni... ég held að annaðhvort okkar hafi eitthvað misskilið hitt. Ég ætlaði að líta eftir Clarinetti á morgun en það verður víst að bíða í viku. Fer svo sem eftir því hvað ég þarf að borga fyrir það. Ætli Arnaldur og mamma myndu ekki segja að ég hefði fengið enn aðra fluguna í hausunn... það gæti svo sem verið.

Over and out for now, ætla upploada myndum snöggvast.

Tuesday, November 20, 2007

Hvað er þetta......

Jæja, nú hef ég hvílt heilabúið frá bloggi í næstum mánuð. Lokainnskot bróður míns á seinasta innleggi hvatti mig til að ýta á sign in og hrita niður einhverju.

Eftir 2 daga er alþjóðlega tungumáa hátíðin hérna í Tokai háskóla. Hún hefur aldrei verið haldin áður. Þetta þýðir það að hún er þrefalt meira óskipulegri en vanalega. Sjáið til, Japanir virðast ófærir um að skipuleggja hluti á sem hagkvæmastan hátt. Vanalega er það bara vesen..... sem dæmi má nefna að mér var sagt að vera mættur hérna í seinasta lagi 18. sept. Skólinn byrjaði aftur á móti ekki fyrr en 28. sept. Á þessum 10 dögum þurfti ég að mæta á allskonar fundi þar sem sömu upplýsingunum var miðlað til mín. Heima hefði ég fengið öll blöð á sama stað og þurft að mæta á einn fund. Alla vegna að þá telst þetta ekki inn í einkunn og við erum ekki að fá borgað fyrir þetta. Amk nennir enginn af skandinövunum að gera neitt stórkostlegt. Einhver plaggöt og slideshow + tónlist. Þegar að kennarinn okkar gaf okkur svo slatta af heimavinnu fyrir daginn á morgun og þar á eftir. Ég minntist á það að þessi hátíð væri á fimmtudaginn og við værum líklega rosalega bissí út af því. Hún gaf mér þennan klassíska japanska "það sem þú ert að segja meikar engan sense" svip. Heima fyrir væri þetta hin argasta ókurteisi, það rauk því aðeins úr mér þegar ég kom heim. Sami svipur kom á annan kennara þegar við spurðum hvers vegna við þyrftum að fara í "medical checkup". Þetta var svona eins og ef einhver spyrði mig "afhverju...afhverju... nei vitiðið.... það er ekki til neitt samsvarandi heima. Eftir að "svarleysi" hefur verið gefið þá birtist alltaf Q.E.D. yfir hausnum á kennaranum.
Sem fær mig til að tala um annað. Sá hlutur sem mest fer í taugarnar á mér í þessu þjóðfélagi. Það er aldrei hægt að kvarta. Yfir neinu..... Þú getur farið á skrifstofu hérna og kvartað yfir hræðilegri aðstöðu á dorminu. Málið er að þeir vita alveg hvernig er. En ef að ég myndi mæta og kvarta þá kæmi þetta þeim rosalega á óvart og þeir myndi skrifa niður kvörtun, sem svo hvirfi um leið og ég færi út.

húfff þetta ætti að vera nóg af frústerun yfir japönum....
Ég kem svo inn fréttaupdate-i fljótlega ásamt nýjum myndum.
(oss á morgun kemur út ný Svals og Vals bók í Frakklandi, spurning hvort ég millilendi ekki þar í sumar og framkvæmi smá bókafjárfestingar....)

Sunday, October 21, 2007

Af mörum og mat

Ég áttaði mig á því skyndilega að ég hafði gleymt að minnast á "heimsóknina" til mín stuttu eftir að ég kom hingað. Það gerðist fyrstu vikuna hérna að ég vaknaði við eins konar ómennskar stunur eða þungan andadrátt við hlið mér. Þegar ég reyndi að opna augun og sjá hvað það væri þá gat ég það ekki. Hvorki legg né lið gat ég hreyft og fann ég þyngd á brjóstkassanum mínum. Fannst mér líkt og þessi vera hefði lagt hendi sína á brjóstkassa minn og drægi þar út lífsmátt minn. En ég lá þarna, lamaður, ófær janfvel um að tala. Eftir stutta stund tókst mér loks að stynja upp hljóði og gat þá hreyft mig. Á mig hafði sótt Mara!
Sem betur fer hafði ég lent í þessu einusinni áður (nema enga Möru skynjaði ég það skipti) og hafði því lesið mér til um þetta fyrirbæri. Þetta gerist þegar einhver partur heilans vaknar en annar hluti er ennþá "sofandi". Hafa margir lent í því að sjá hluti eins og geimverur og Mörur (púkar, vondar gamlar galdrakonur). Nafnið Mara er meira að segja í bæði enska og íslenska orðinu Martröð/Nightmare.
Þið getið lesið ykkur aðeins um mörur "hérna"
og svefn lömun "hér"
Þrátt fyrir þessa vitneskju mína þá svaf ég lítið sem ekki neitt þá nótt og fannst soldið ónotalegt að sofna næstu nætur á eftir.

En nú að allt öðru. Helvítis matnum hérna. Þetta er ekki hvítum ofdekruðum Evrópubúa bjóðandi. Hér er ekki hægt að fá gróft brauð nema í "speciality stores" og kostar þá þá fúlgu. Það eina sem er á boðstólum er risastórt hvítt verksmiðjubrauð. Þetta væri varla svo slæmt ef að osturinn hérna væri ekki búinn til úr plasti. Já Japanir borða plast ost. Og hann er einungis seldur í sneiðum. 10 sneiðar í pakka. Ef ég væri ekki vanur mjólkurmafíunni heima og verðinu á osti þar þá myndi ég gráta mig í svefn hverja nóttu. Það vita jú margir að mitt mottó í lífinu er: "Það er aldrei of mikill ostur". Svo virðist sem einhver auglýsingastofa hafi stolið þessum frasa og notað í auglýsingar heima.
Það er hægt að kaupa ýmislegt brauðmeti samt. Það lítur fallega út að utan. Svona falleg horn sem bragðast dásamlega með osti og reyktri skinku. Þessu er öllu pakkað í glærum plastumbúðum. Ég geri ráð fyrir að það muni aldrei skemmast, ever! En þegar þú bítur í þetta brauð þá bíður innan í því dísæt fylling. Úr kartöflum, baunum eða custard eða whatever... Þrátt fyrir að vera gríðarlegur sælkeri sjálfur þá meika ég ekki þetta delikasí.
Ávextir og grænmeti hérna er ennþá dýrara enn heima og sumt af því bragðast bara hreinlega ekki vel.... ef þið haldið að íslenskir tómatar (lesist túmatar) séu slæmir þá ættuð þið að prófa þá japönsku. Gúrkurnar eru þurrar og bragðast eins og grænt te. Svo keypti ég mér mandarínur af því það voru ekki til appelsínur, sú staðreynd að þær voru grænar og gular en ekki appelsínugular hefði átt að stöðva mig í að kaupa þær, en nei. Einn Finninn hérna sagði að þær væru fínar og þroskaðar þrátt fyrir þetta. He lied!
Í súpermarkaðnum hérna rétt hjá má finna 2-4 hillu lengdir af 50.000 mismunandi instant ramen núðlum en ekki almennilegan ost.
Það skemmtilegasta er náttúrulega afbökun Japana á vestrænum mat (líkt og okkar afbökun á kínverskum mat.... Haanbaaga suteiki (hamborgara steik) er tiltölulega vinsæll réttur. Þá færðu sona hamborgara kjötstykki (sem bragðast svipað og ókryddað hakkabuff) og svo meðlæti sem vanalega myndi fylgja steik (kartöflur og þannig). Hamborgarabrauð eru svo ófáanleg í flestum verslunum. Þrátt fyrir þetta hef ég fengið nokkra decent borgara hérna...
Ef pizza er your thang þá má ekki búast við fjölbreytni á veitingarstöðum. Oftast standa 2-4 mismunandi pizzur til boða og þá oftast sömu pizzurnar eru í boði allstaðar.

Hingað til hef ég borðað á Subway, McDonalds og KFC. Subwaybátarnir hérna eru fínir nema hvað þeir eru nískir á grænmetið. McDonalds líkt og annarstaðar lætur þér líða illa eftir máltíðina og KFC kjúklingaborgarinn er vægasagt viðbjóðslegur. Pinkulítill og smurður með sentimeters þykku lagi af majonesi.
Kókið hérna er svo fullt af gosi að það er eiginlega vont, það er drykkjarhæft á matsölustöðum en Japanir fylla oftast glösin af klaka þannig að lítið er af hinu góða. Ég drekk mest megnis bara vatn (úr flösku náttla) og ískalt mjólkurte. Allt annað íste kemur ósætt og ég nenni ekki að sæta það sjálfur.
Ég held að þetta sé svona það helsta neikvæða. Í næsta mataröppdeiti mun ég tala um hið góða hérna.

P.S. Apple ætlar að opna iPod touch og iPhone í febrúar fyrir homebrew software! HUZZAH!

Saturday, October 20, 2007

Video inskot



Hér má sjá 2 gaura sem ég rakst á í Akihabara slást í kóreógrófuðum fæt.

Monday, October 15, 2007

Dagarnir líða....

Jæja þvert á ráð Arnaldar þá fjárfesti ég í iPod touch í gær. Gamli ipodinn minn er orðin næstum 4 ára og fannst mér því kjörið að notfæra mér þennan nýútkomna grip. Hann er glæsilegur þótt ég segi sjálfur frá.... það má sjá upplýsingar um hann hérna http://www.apple.com/ipodtouch/

Það liggur nú samt þungt á mér.... að sjá hvernig staðan er orðin í borgarpólitíkinni. Þetta var klárlega planað coup. Einstaklingar frá vinstri grænum halda því fram að Villhjálmur hafi séð einhver skjöl... Framsóknaraumingjarnir sýna svo sitt rétta andlit. Það var alltof vallt að treysta á eins manns meirihluta.

Keypti mér líka stóran og fínan pott þannig að við getum nú farið að elda saman ég og nokkrir aðrir. Maður verður fljótt þreyttur á þessum mat hérna í kring og það er frekar leiðinlegt að elda einn.

Er að hugsa um að skjótast með Jens og Harri til Kyoto í þar næstu viku. Það eru einhverjir skóla frídagar þá sem við ætlum að notfæra okkur. Planið er að taka overnight bus þangað. En meira um það seinna.

Wednesday, October 10, 2007

EmergenZy update!

Ég fann "The Book of Mormon" á bókasafninu rétt áðan!!1!!!111! Þar sem ég er búinn að lesa bækurnar sem ég tók með mér ætla ég að taka upp lestur hennar.

Þið getið séð gamla teiknimynd sem á að sýna hverju þeir trúa. Einhverjir mormónar hafa hafnað þessari mynd. Ég mun gefa frekar upplýsingar um þetta þegar ég er búinn að lesa meira.
http://youtube.com/watch?v=zy0d1HbItOo&mode=related&search=

Lofum Joseph Smith

Sunday, October 7, 2007

Smá auka innskot

Jæja, ég komst að því að með einu handtaki þá geta núna allir commentað, ekki bara fólk með gmail account. Þannig að like comment away!

Bætti við slatta af myndum
og svo einu myndbandi sem þið getið séð hérna:
http://youtube.com/watch?v=9JmiMeNMY7s
til að sjá það í réttu formatti þá þurfið þið að ýta á takkann næst lengt til hægri niðri á myndbands stjórnborðinu. Þennan sem lítur út eins og kassi innan í öðrum kassa.

Loksins nýjar fréttir!

Jæja ég drattaðist loksins til að skrifa aðra færslu. Ekki skil ég hvernig fólk nennir að gera þetta á hverjum degi. Ég sit núna einn upp á herbergi og klukkan er 22:48. Á morgun er mánudagur en það er einhver japanskur frí dagur þannig að enginn skóli (húrra). Ég geri ráð fyrir að flestir séu einhverstaðar að detta í það. Líklegast á hinum forláta bar "Boogies". Ég tók all hressilega á því á föstudaginn og nenni því engan veginn að fara og drekkar meira...... hef líka ákveðið að láta shochu í friði héðan í frá en það er algjör "killer".
Nú veit ég að einvherjir hugsa með sér: "shochu er nú bara 20-30% getur varla verið svo slæmt." En þegar það er borið fram í glasi, óblandað, ískallt þá rennur það niðir kokið hjá manni.

Það eru hér menn sem mætti halda hefðu aldrei skemmt sér áður. Þá aðalega Normenn sem fara á hverjum degi á Boogies og detta í það. Littlu munaði að annar þeirra yrði rekinn úr skólanum eftir að hafa kýlt spegil úti á götu í vikunni.

Seinustu helgi fór ég hitti fólk sem gengið hefur í félag íslendinga í Japan. Þar á meðal voru nokkrir úr japönsku úr HÍ, sendiherra vor, nokkrir Japanir og svo sona random skatter af öðrum Íslendingum. Þar sem að lestirnar hætta að ganga hérna klukkan 12 og ég ætlaði mér ekki að hætta að djamma klukkan 11 þá var það eina í stöðunni að djamma til 6 (en þá byrja þær að ganga aftur). Ég slapp þó sem betur fer við það að verða ofurölvi (líkt og á föstudaginn) og náði lestinni klukkan 8 til Tokaidaigakumea (sem er stöðin mín). Ég svaf alla leiðina á einhverjum Japan sem sat mér á hægri hönd en vaknaði sem betur fer 4 stöðvum frá minni.
Ég svaf svo til 5 daginn eftir en þá vakti Daninn mig vegna veisluhalda niðri í communal herberginu

Ég fékk loks bréfið frá The Immigration Office í Yokohama og fór þangað á mánudaginn að fá status-num mínum í vegabréfinu breytt úr í temporary visitor með 3 mánaða dvalarleyfi í student með 1 árs dvalarleyfi. Ég var handviss um að fá neitun og stressið var gjörsamlega að fara með mig þar sem ég sat þarna og beið eftir að kæmi að mér í röðinni. En sem betur fer fór það allt vel.
Ég fór svo í ferð til Haratsuka svo ég gæti sótt um foreign card (sem ég þarf víst). Eftir að hafa veirð í haratsuka í 5 tíma þá vill ég aldrei fara þangað aftur. Hræðilegur staður....

Wednesday, September 26, 2007

Stuttlegt skot

Jæja, tók alsherjar Akihabara ferð í gær. Fór ásamt Normanninum Roy upp úr 12 og var kominn aftur um 23. Ráfuðum þarna um fullt af hliðargötum og inn í allar interesant búðir sem við fundum. Okkur tókst loks að finna búð með engu nema leikfangasjálfsölum en ég gleymdi að taka mynd þar......
Góssið í þetta sinn var mahjong sett, 2 gamlir laserdisks (sem ég fékk á 100 yen), bolli og R4 flash kort fyrir DS tölvuna (svona svo ég þurfi ekki að kaupa leiki né forrit).

Var að koma úr orientation fyrir tímanna. Mér líður eins og ég sé kominn í málnotkun I..... geri ekki ráð fyrir að vera lengi í bekk 10.

Ó, og svona meðan ég man. Þið getið séð campusinn hérna: http://maps.google.com/maps?ll=35.363449,139.27513&z=16&t=h&hl=en
Engan veginn er þetta rétt fyrir utan Tokyo.

Monday, September 24, 2007

Stutt innskot

Fékk að vita í dag að ég er í bekk 10. Er sem betur fer með nokkrum evrópubúum í bekk. Tvemur Finnum og Íslending. Restin er svo Kínverjar, Kóreubúar og Tailendingar.

Ef að einhverjir vilja kommenta, hvort sem er á myndasíðunni eða á blogginu þá dugar Gmail account á báðum stöðum. (Lengi lifi Google uppreisnin!)

Myndir komnar upp!

Ég veit að þið hafið beðið í ofvæni eftir myndum. Ég drattaðist loksins í því að setja upp myndasíðu rétt áðan og er að vinna í því að setja myndirnar sem ég er kominn með þar upp. Því miður bilaði myndavélin sem ég hafði rænt frá pabba stuttu eftir að ég kom þannig að ég hafði enga myndavél nema þá video cameruna (sem er soldið bulky). Þannig er ég með um 3-4 tíma af video efni en frekar fáar myndir.

Alla vegna að þá getið þið litið á dýrðina hérna: http://picasaweb.google.com/bjorninn

Af öðru þá tók ég stöðu próf í japönsku kunnáttu minni fyrir nokkrum dögum. Ég á, að ég held, að vá út úr því á morgun. Þá verður ákveðið með hverjum ég verð í tíma.

Friday, September 21, 2007

My stuffsies

Jæja eftir að vera búinn að dvelja í landi hinar rísandi sólar í mánuð þá er ég búinn að sanka að mér smá safni af dóti.... Málið er nebbninlega að allt hérna, þvert á þær sögur sem heyrst hafa, er miklu ódýrara en á Íslandi. Eins og mál standa núna hef ég keypt mér:
(fyrsta krónu verðið er breyting á yeninu og seinna er hvað hluturinn kostar heima)

HDR-HC7 High Definition Handycam® Camcorder ¥98.000 [ 53.000 / 159.000]
Auka batterí, hleðslutæki og lítil óhandhæg taska ¥9.000 [ 4.900 / giska á um 15-20.000]
Digital IXUS 75 kameru ¥30.800 [ 16.600 / 39.900]
Nintendo DS lite + 3 leiki + Zelda taska ¥30.000 [ 16.200 / 33.000 ]

Þetta er sona það helsta sem ég er búinn að fjárfesta í. Eins og stendur þá freystar PS3 mér með lágu verðlagi svo og iPod touch (sem kemur út hvað úr hverju) og 15" MacBook pro.

Thursday, September 20, 2007

Kominn á campusinn

Jæja, tókst að fá netið í herberginu til að virka eftir 2 daga netleysi.

Ég ákvað að mæta á skrifstofuna, þar sem ég þurfti að láta vita af komu minni, í skyrtu og buxum. Það ásamt ákvörðun minni að labba á campusinn í stað þess að taka leigubíl enduðu á að vera mistök. Í 30 stiga hita og glampandi sólskini labbaði ég af stað með farangurinn í eftirdragi. Eftir um 200 metra kom ég að gatnamótunum þar sem ég átti að beygja til að komast á campusinn. Þar blasti við mér hlíð, hlíð sem liðaðist lengst upp eftir.... Á kortinu mínu voru engar hæðartölur.

Þegar ég komst loksins upp að campusnum draup af mér svitinn og ég gat undið svitan úr skirtunni. Ég læddist því á baðherbergið í skrifstofunni þar sem ég beið og skipti yfir í polo bol til að vera presentanlegur.

Japanir hafa unun af því að gefa manni blöð með ýtarlegum leiðbeiningum og eyða svo löngum tíma í að fara yfir þessar reglur á annað hvort slæmri ensku eða japönsku. Þannig að ég þurfti að sitja inn á skrifstofunni meðan hún útskýrði hitt og þetta. Labbaði svo í gegnum campusinn og upp á dorm. Þar beið svo eldri maður eftir mér sem lét mig hafa blöð. Hann settist svo niður með mér og las upp allt sem stóð á blöðunum.
Morguninn fór svo í það að allir nýnemarnir komu saman og fengu þykka leiðbeiningarbók. Sem var svo lesinn upp. Klukkan 4 komu svo allir saman aftur. Okkur voru fengin nokkur blöð og svo var farið yfir allt sem hafði verið sagt við okkur daginn áður aftur.

Dormið er........ well..... gamalt. Þegar ég nenni að setja upp myndasíðu á næstu dögum þá get ég birt greinagóðar myndir af því. Hryllingslegar lýsingar Hrannars kunningja míns voru svona frekar ýktar ef ég segi sjálfur frá......
Herbergin eru að vísu soldið sjobbalega. En veggirnir virðast ekki hafa verið þrifnir í 10-20 ár og málninginn janf gömul amk.
Eldhúsið er eins og eldunaraðstaða breskra hersins, með hörðu steingólfi og málm borðum. Þrátt fyrir að líta hreint út, þá treysti ég því ekki að skera neitt á borðunum.
Húsinu er læst klukkan 11, en þó bara að framan. Bakdyrnar eru oftast opnar en ef ekki þá má kasta steinum í næsta glugga og fá einvhern til að opna fyrir sig. Það virðast allir vita af þessu, amk fólkið sem vinnur á dorminu hvort kennaraliðið vita af því er ómögulegt að segja. Alla vegna létu þau ekki vita af því.
Herbergisfélagi minn er Dani og virðist vera hinn besti náungi. Ég var hálf smeykur að enda með einhverjum klikkuðum Svía. Sem betur fer eru engir Svíar hér.
Leiguverðið er náttla grín. 10.000 yen (6000 kr circa) á mánuði, greitt fyrir 6 mánuði í senn.

Svo virðist sem einhverjir innan Alþjóðaskrifstofunnar kunni ekki á kort því að Tokai Daigaku er ekki "rétt fyrir utan Tokyo". Þegar það tekur 80-90 mín með lest frá miðbænum, þá er það ekki rétt fyrir utan.....

Flest allir hérna virðast vera hið vænsta fólk. Soldið stór hópur af Normönnum, ein 12 eða 13 stykki en þeir eru fínir greyin.

Sunday, September 16, 2007

Svaðalegur leikur

Ég og Steini vorum að koma af svaðalegum yakyu leik. Yomiuri Giants vs Hiroshima Toyo Carp. Leikurinn fór 9 - 0 fyrir Yomiuri Giants. Gríðarleg stemning. Við höfðum fjárfest í Giants húfum og búning fyrir leikinn og magnaði það upp stemninguna okkar.

Það besta við þetta voru náttúrulega bjórstelpurnar. Þær ráfa þarna um í tuga tali með bjórtanka á bakinu og svala þorsta áhorfenda.

Tuesday, September 11, 2007

Fyrsu skrif

Jæja ég er búinn að vera hérna í Japan núna 17 daga. Er alveg að vera búinn með gjaldeyrinn minn og á samt eftir að borga fyrir hótel og mat í 6 daga. Þannig að núna neyðist ég til að fara leita af Citibank (já bankinn heitir þetta) ásamt Steina.

Förinn hófst með langri flugferð en allt gekk vel. Gunnella tók á móti mér og Betu á flugvellinum og við eyddum deginum ásamt henni og Auði í smá ráf. Fékk í fyrst skipti alvöru fatty tuna, gawd hún bráðnaði upp í manni.
Hittum svo birki daginn eftir í Shibuja við hunda styttuna Haciko en svo virðist sem allir nema ég hafi heyrt um hundinn Hachiko http://en.wikipedia.org/wiki/Hachiko. Hann ráfaði aðeins með okkur um og ég keypti video vélina sem mig hefur dreymt um seinustu mánuði. Því miður verður einhver bið á fyllerísmyndböndum, ég get ekki fært þau á tölvu vegna firewire vandamála.
Birkir og Michiki voru svo góð að hýsa mig í 2 daga áður enn ég fór með stelpunum (og Steina) í Ryokan í Hakone (japanskt style hótel með sameiginlegu baði(kynjaskipt því miður)). Ég hélt á tímabili að Beta myndi bugast undan hitanum á staðnum og Steini fríkaði út yfir skordýrunum. Sáum fiðrildi á stærð við fugla og risa vespur. Ég á slatta af geggjuðu footitji frá Hakone sem ég get reynt að setja á netið einhvertíman ef Firewire leyfir.
Ég skyldi þarna ástæðuna fyrir meiðslum Japana við Geysi. Við skoðuðum "hverasvæði" á staðnum sem var allt girt af og með sona feik hverapollum. Fólki er ekki hleypt inn á alvöru svæðin þar sem það gæti meitt sig. Ég keypti mér memmorial Hello Kitty mottu þar uppi.
Við fengum svo traditional japanskan kvöldmat og morgunmat. Morgunmaturinn var samblanda af hugmyndum Japana um continental breakfeast (hálf hrá scrambled eggs, pulsum og brauði sem bragðaðist eins og pulsubrauð) og traditional japönskum hlutum sem voru flestir vibbi (myglaðar sojabaunir og eitthvað hrátt grátt fiski stuff). En kvöldmaturinn var það góður að maður var sáttur.
Eftir þá ágætu ferð þá sagði ég skilið við stelpurnar og ég og Steini fórum á vit ævintýranna (með einnar nóttu crashi hjá Birki).
Lítið hægt að segja um það, ráfuðum aðeins um Akhabara og Shibuja hverfin. Það sem stóð upp úr þeirri viku var ferð okkar í Ueno Tosho-gu. Shrine sem er tileinkað Ieyasu Tokugawa og mun andi hanns hvíla þar. Þar voru einnig til sýnis klæði, sverð og herklæði.

Kyoto er svo sá staður sem staðið hefur upp úr í ferðinni hingað til. Maturinn var hreint æði. Rötuðum inn á Indónesískan stað (með tilleyðslu frá Lonely Planet bókinni minni en það er algjört mösst að hafa eina þannig þegar farið er á ókunna staði) þar sem Teddy, eigandinn, tók meira en vel á móti okkur og maturinn þar var "to die for".
Eftir smá moð þá tókst okkur að finna villibráðarstað þar sem við átum grillað villisvín, steiktar sykraðar engisprettur, reykta gæs (sem var geggjuð) og allt of mikið shochu frá Okinawa http://en.wikipedia.org/wiki/Shochu.
Bærinn er miklu rólegri en Tokyo svo er líka miklu meira um fallegt kvennfólk þar.
Við bjuggum á littlu ryokan við ánna sem rennur í gengum bæinn. Við skoðuðum keisarahöllina (sem var frekar boring) og nokkur Búddamusteri ásamt því að sækja izakaya http://en.wikipedia.org/wiki/Izakaya og liggja í smá leti.
Hápunktur ferðarinnar var þegar við fórum á Sushi veitingahús. Eftir fína og slysalausa máltíð sá ég eitthvað nálgast sem leit nokkuð vel út og hét því einfalda nafni uni. Ég greip það af færibandinu og skellti einu stykkinu upp í mig. Fyrstu kynni voru þurr en ágæt. Á þessum tíma hélt ég að ég væru að borða túnfisk, því að þetta var með dýrari diskum á staðnum. Svo skyndilega kom fram þetta ágæta bragð (sjávarbragð, allar hafa nú smakkað sjó) og ég kúgaðist beint fyrir framan Sushi sheffinn og spýtti herlegheitunum á diskinn minn. Hann leit illilega á mig það sem eftir var af okkar veru þarna en Steina fannst það mjög fyndið að drekka bjórinn sinn lötur hægt. Við fórum ekki á þann stað aftur.
Við gengum svo upp á fjall (eftir ábendingu frá Teddy) sem var allt mjög vel girt af, svo svipað og að labba upp á esjuna, bara með tröppum og handriði. En það var mjög næs, enduðum svo hinum meginn í öðrum bæ þar sem við lágum í heitu baði í frægu onsen þar.
Næst seinasta daginn þá römbuðum við inn í sverðabúð á leið okkar að skoða eitt af musterunum. Við ákváðum að kíkja aftur daginn eftir og grípa okkur etv sverð. Ég planaði að eyða sona circa 30.000 yenum í einn grip en endaði á því að kaupa mér þetta http://www.tozandoshop.com/product_p/mi_ka108.htm. Dýrustu keppnissverðin kostuðu einhver 150-200 þús yen. En einnig var hægt að fjárfesta í antík sverðum á staðnum sem kostuðuð köld milljón yen.

Við ákváðum að skjótast til Osaka í einn dag til að taka surprise visit á Baldur vin okkar en okkur tókst það ekki þar sem við náðum ekki í hann. Í staðinn ráfuðum við um Osaka í móki og enduðum á hóteli í frekar subbulegu hverfi. Ráfuðum inn í hóp af Yakuza gaurum þegar við vorum að leita af pósthúsi (pósthús eru einn af fáum stöðum hérna þar sem útlendingar geta notað kortin sín í ATM's) sen hefði ekki verið eins slæmt ef við hefðum ekki þurft að labba fram hjá þeim aftur í baka leiðinni. Þá höfðu aðrir 5 eða sex gaurar mætt á staðinn en þeir stóðu allir vörð fyrir utan byggingu þarna. Einn þeirra hljóp á staðnum og sagði "ikuso" við mig sem þýðist að ég held örrugglega sem "let's go". Held að hann hafi verið að fucka í mér. Við flýttum okkur í burtu og fórum ekki á það pósthús aftur. Svo er einungis gamalt og skrítið fólk í hverfinu. Við vorum farnir að halda að það væri ekki til fallegt eða ungt fólk í Osaka. En við erum nokkuð sáttir með að fordæma Osaka sem ekki cool borg þar til annað sannast.

Á morgun förum við svo aftur til Tokyo, kem upp annarri færslu þegar ég er kominn á dormið þann 18.