Sunday, October 7, 2007

Loksins nýjar fréttir!

Jæja ég drattaðist loksins til að skrifa aðra færslu. Ekki skil ég hvernig fólk nennir að gera þetta á hverjum degi. Ég sit núna einn upp á herbergi og klukkan er 22:48. Á morgun er mánudagur en það er einhver japanskur frí dagur þannig að enginn skóli (húrra). Ég geri ráð fyrir að flestir séu einhverstaðar að detta í það. Líklegast á hinum forláta bar "Boogies". Ég tók all hressilega á því á föstudaginn og nenni því engan veginn að fara og drekkar meira...... hef líka ákveðið að láta shochu í friði héðan í frá en það er algjör "killer".
Nú veit ég að einvherjir hugsa með sér: "shochu er nú bara 20-30% getur varla verið svo slæmt." En þegar það er borið fram í glasi, óblandað, ískallt þá rennur það niðir kokið hjá manni.

Það eru hér menn sem mætti halda hefðu aldrei skemmt sér áður. Þá aðalega Normenn sem fara á hverjum degi á Boogies og detta í það. Littlu munaði að annar þeirra yrði rekinn úr skólanum eftir að hafa kýlt spegil úti á götu í vikunni.

Seinustu helgi fór ég hitti fólk sem gengið hefur í félag íslendinga í Japan. Þar á meðal voru nokkrir úr japönsku úr HÍ, sendiherra vor, nokkrir Japanir og svo sona random skatter af öðrum Íslendingum. Þar sem að lestirnar hætta að ganga hérna klukkan 12 og ég ætlaði mér ekki að hætta að djamma klukkan 11 þá var það eina í stöðunni að djamma til 6 (en þá byrja þær að ganga aftur). Ég slapp þó sem betur fer við það að verða ofurölvi (líkt og á föstudaginn) og náði lestinni klukkan 8 til Tokaidaigakumea (sem er stöðin mín). Ég svaf alla leiðina á einhverjum Japan sem sat mér á hægri hönd en vaknaði sem betur fer 4 stöðvum frá minni.
Ég svaf svo til 5 daginn eftir en þá vakti Daninn mig vegna veisluhalda niðri í communal herberginu

Ég fékk loks bréfið frá The Immigration Office í Yokohama og fór þangað á mánudaginn að fá status-num mínum í vegabréfinu breytt úr í temporary visitor með 3 mánaða dvalarleyfi í student með 1 árs dvalarleyfi. Ég var handviss um að fá neitun og stressið var gjörsamlega að fara með mig þar sem ég sat þarna og beið eftir að kæmi að mér í röðinni. En sem betur fer fór það allt vel.
Ég fór svo í ferð til Haratsuka svo ég gæti sótt um foreign card (sem ég þarf víst). Eftir að hafa veirð í haratsuka í 5 tíma þá vill ég aldrei fara þangað aftur. Hræðilegur staður....

2 comments:

apaplanetan said...

Ef ég væri norðmaður mundi ég líka kýla alla spegla sem ég sæi.

Unknown said...

...þess vegna eru t.d. ekki speglar í Osló. Fallegustu menn Noregs fóru til Íslands, pikkuðu upp fallegustu konur Englands á leiðinni