Sunday, April 6, 2008

Jæja, próf á morgun. Eftir því hvernig mér gengur í því að þá ræðst í hvaða bekk ég lendi. Tja því og viðtalstíma á fimmtudaginn. Nú hef ég legið í dómsdagsleti í 2 mánuði. Ég held að ég hafi aldrei upplifað annað eins chill. Atvinnu aumingjar hafa það ekki einu sinni svona gott. Þeir þurfa að hafa fyrir því að þykjast vera bakveikir eða sækja um atvinnuleysisbætur. Ég þurfti ekki að gera neitt.

Ég fór með Möggu og mömmu um Tokyo og svo hittum við Mæju og Steinanna í Kyoto. Hin fínasta ferð. Verst að við skyldum ekki hafa farið í karaoke. Ég gæti rakið ferðir okkar, en ég nenni því ekki.

Dormið er loksins orðið nigiyaka (líflegt) en Kanarnir og Kóreubúarnir eru komnir. Hef dottið í það núna x2 með nýju kórebúunum og eru þeir hið skemmtilegasta fólk. Nýi herbergisfélaginn minn, við fyrstu sýn, virðist vera hinn mesti öðlingur.

Anyhoo.... mér dettur ekkert annað í hug til að láta vita af.

1 comment:

Steinn Ingi said...

Held það sé margsannað að Kóreubúar eru mestu öðlingar og skemmtilega fólk sem maður kynnist. Frábært að fara út á lífið með þeim!

Á annars ekkert að drulla sér í höfuðborgina á næstunni ?