Jæja ég er búinn að vera hérna í Japan núna 17 daga. Er alveg að vera búinn með gjaldeyrinn minn og á samt eftir að borga fyrir hótel og mat í 6 daga. Þannig að núna neyðist ég til að fara leita af Citibank (já bankinn heitir þetta) ásamt Steina.
Förinn hófst með langri flugferð en allt gekk vel. Gunnella tók á móti mér og Betu á flugvellinum og við eyddum deginum ásamt henni og Auði í smá ráf. Fékk í fyrst skipti alvöru fatty tuna, gawd hún bráðnaði upp í manni.
Hittum svo birki daginn eftir í Shibuja við hunda styttuna Haciko en svo virðist sem allir nema ég hafi heyrt um hundinn Hachiko http://en.wikipedia.org/wiki/Hachiko. Hann ráfaði aðeins með okkur um og ég keypti video vélina sem mig hefur dreymt um seinustu mánuði. Því miður verður einhver bið á fyllerísmyndböndum, ég get ekki fært þau á tölvu vegna firewire vandamála.
Birkir og Michiki voru svo góð að hýsa mig í 2 daga áður enn ég fór með stelpunum (og Steina) í Ryokan í Hakone (japanskt style hótel með sameiginlegu baði(kynjaskipt því miður)). Ég hélt á tímabili að Beta myndi bugast undan hitanum á staðnum og Steini fríkaði út yfir skordýrunum. Sáum fiðrildi á stærð við fugla og risa vespur. Ég á slatta af geggjuðu footitji frá Hakone sem ég get reynt að setja á netið einhvertíman ef Firewire leyfir.
Ég skyldi þarna ástæðuna fyrir meiðslum Japana við Geysi. Við skoðuðum "hverasvæði" á staðnum sem var allt girt af og með sona feik hverapollum. Fólki er ekki hleypt inn á alvöru svæðin þar sem það gæti meitt sig. Ég keypti mér memmorial Hello Kitty mottu þar uppi.
Við fengum svo traditional japanskan kvöldmat og morgunmat. Morgunmaturinn var samblanda af hugmyndum Japana um continental breakfeast (hálf hrá scrambled eggs, pulsum og brauði sem bragðaðist eins og pulsubrauð) og traditional japönskum hlutum sem voru flestir vibbi (myglaðar sojabaunir og eitthvað hrátt grátt fiski stuff). En kvöldmaturinn var það góður að maður var sáttur.
Eftir þá ágætu ferð þá sagði ég skilið við stelpurnar og ég og Steini fórum á vit ævintýranna (með einnar nóttu crashi hjá Birki).
Lítið hægt að segja um það, ráfuðum aðeins um Akhabara og Shibuja hverfin. Það sem stóð upp úr þeirri viku var ferð okkar í Ueno Tosho-gu. Shrine sem er tileinkað Ieyasu Tokugawa og mun andi hanns hvíla þar. Þar voru einnig til sýnis klæði, sverð og herklæði.
Kyoto er svo sá staður sem staðið hefur upp úr í ferðinni hingað til. Maturinn var hreint æði. Rötuðum inn á Indónesískan stað (með tilleyðslu frá Lonely Planet bókinni minni en það er algjört mösst að hafa eina þannig þegar farið er á ókunna staði) þar sem Teddy, eigandinn, tók meira en vel á móti okkur og maturinn þar var "to die for".
Eftir smá moð þá tókst okkur að finna villibráðarstað þar sem við átum grillað villisvín, steiktar sykraðar engisprettur, reykta gæs (sem var geggjuð) og allt of mikið shochu frá Okinawa http://en.wikipedia.org/wiki/Shochu.
Bærinn er miklu rólegri en Tokyo svo er líka miklu meira um fallegt kvennfólk þar.
Við bjuggum á littlu ryokan við ánna sem rennur í gengum bæinn. Við skoðuðum keisarahöllina (sem var frekar boring) og nokkur Búddamusteri ásamt því að sækja izakaya http://en.wikipedia.org/wiki/Izakaya og liggja í smá leti.
Hápunktur ferðarinnar var þegar við fórum á Sushi veitingahús. Eftir fína og slysalausa máltíð sá ég eitthvað nálgast sem leit nokkuð vel út og hét því einfalda nafni uni. Ég greip það af færibandinu og skellti einu stykkinu upp í mig. Fyrstu kynni voru þurr en ágæt. Á þessum tíma hélt ég að ég væru að borða túnfisk, því að þetta var með dýrari diskum á staðnum. Svo skyndilega kom fram þetta ágæta bragð (sjávarbragð, allar hafa nú smakkað sjó) og ég kúgaðist beint fyrir framan Sushi sheffinn og spýtti herlegheitunum á diskinn minn. Hann leit illilega á mig það sem eftir var af okkar veru þarna en Steina fannst það mjög fyndið að drekka bjórinn sinn lötur hægt. Við fórum ekki á þann stað aftur.
Við gengum svo upp á fjall (eftir ábendingu frá Teddy) sem var allt mjög vel girt af, svo svipað og að labba upp á esjuna, bara með tröppum og handriði. En það var mjög næs, enduðum svo hinum meginn í öðrum bæ þar sem við lágum í heitu baði í frægu onsen þar.
Næst seinasta daginn þá römbuðum við inn í sverðabúð á leið okkar að skoða eitt af musterunum. Við ákváðum að kíkja aftur daginn eftir og grípa okkur etv sverð. Ég planaði að eyða sona circa 30.000 yenum í einn grip en endaði á því að kaupa mér þetta http://www.tozandoshop.com/product_p/mi_ka108.htm. Dýrustu keppnissverðin kostuðu einhver 150-200 þús yen. En einnig var hægt að fjárfesta í antík sverðum á staðnum sem kostuðuð köld milljón yen.
Við ákváðum að skjótast til Osaka í einn dag til að taka surprise visit á Baldur vin okkar en okkur tókst það ekki þar sem við náðum ekki í hann. Í staðinn ráfuðum við um Osaka í móki og enduðum á hóteli í frekar subbulegu hverfi. Ráfuðum inn í hóp af Yakuza gaurum þegar við vorum að leita af pósthúsi (pósthús eru einn af fáum stöðum hérna þar sem útlendingar geta notað kortin sín í ATM's) sen hefði ekki verið eins slæmt ef við hefðum ekki þurft að labba fram hjá þeim aftur í baka leiðinni. Þá höfðu aðrir 5 eða sex gaurar mætt á staðinn en þeir stóðu allir vörð fyrir utan byggingu þarna. Einn þeirra hljóp á staðnum og sagði "ikuso" við mig sem þýðist að ég held örrugglega sem "let's go". Held að hann hafi verið að fucka í mér. Við flýttum okkur í burtu og fórum ekki á það pósthús aftur. Svo er einungis gamalt og skrítið fólk í hverfinu. Við vorum farnir að halda að það væri ekki til fallegt eða ungt fólk í Osaka. En við erum nokkuð sáttir með að fordæma Osaka sem ekki cool borg þar til annað sannast.
Á morgun förum við svo aftur til Tokyo, kem upp annarri færslu þegar ég er kominn á dormið þann 18.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég sit hérna og er græn af öfund. Sérstaklega yfir sverðinu, það væri ekki ljótt að eiga eitt svona. Hlakka til að heyra meira, ég lifi bara í gegnum ykkur Steina fyrst ég fer ekkert til Japan á næstunni.
Post a Comment