Thursday, September 20, 2007

Kominn á campusinn

Jæja, tókst að fá netið í herberginu til að virka eftir 2 daga netleysi.

Ég ákvað að mæta á skrifstofuna, þar sem ég þurfti að láta vita af komu minni, í skyrtu og buxum. Það ásamt ákvörðun minni að labba á campusinn í stað þess að taka leigubíl enduðu á að vera mistök. Í 30 stiga hita og glampandi sólskini labbaði ég af stað með farangurinn í eftirdragi. Eftir um 200 metra kom ég að gatnamótunum þar sem ég átti að beygja til að komast á campusinn. Þar blasti við mér hlíð, hlíð sem liðaðist lengst upp eftir.... Á kortinu mínu voru engar hæðartölur.

Þegar ég komst loksins upp að campusnum draup af mér svitinn og ég gat undið svitan úr skirtunni. Ég læddist því á baðherbergið í skrifstofunni þar sem ég beið og skipti yfir í polo bol til að vera presentanlegur.

Japanir hafa unun af því að gefa manni blöð með ýtarlegum leiðbeiningum og eyða svo löngum tíma í að fara yfir þessar reglur á annað hvort slæmri ensku eða japönsku. Þannig að ég þurfti að sitja inn á skrifstofunni meðan hún útskýrði hitt og þetta. Labbaði svo í gegnum campusinn og upp á dorm. Þar beið svo eldri maður eftir mér sem lét mig hafa blöð. Hann settist svo niður með mér og las upp allt sem stóð á blöðunum.
Morguninn fór svo í það að allir nýnemarnir komu saman og fengu þykka leiðbeiningarbók. Sem var svo lesinn upp. Klukkan 4 komu svo allir saman aftur. Okkur voru fengin nokkur blöð og svo var farið yfir allt sem hafði verið sagt við okkur daginn áður aftur.

Dormið er........ well..... gamalt. Þegar ég nenni að setja upp myndasíðu á næstu dögum þá get ég birt greinagóðar myndir af því. Hryllingslegar lýsingar Hrannars kunningja míns voru svona frekar ýktar ef ég segi sjálfur frá......
Herbergin eru að vísu soldið sjobbalega. En veggirnir virðast ekki hafa verið þrifnir í 10-20 ár og málninginn janf gömul amk.
Eldhúsið er eins og eldunaraðstaða breskra hersins, með hörðu steingólfi og málm borðum. Þrátt fyrir að líta hreint út, þá treysti ég því ekki að skera neitt á borðunum.
Húsinu er læst klukkan 11, en þó bara að framan. Bakdyrnar eru oftast opnar en ef ekki þá má kasta steinum í næsta glugga og fá einvhern til að opna fyrir sig. Það virðast allir vita af þessu, amk fólkið sem vinnur á dorminu hvort kennaraliðið vita af því er ómögulegt að segja. Alla vegna létu þau ekki vita af því.
Herbergisfélagi minn er Dani og virðist vera hinn besti náungi. Ég var hálf smeykur að enda með einhverjum klikkuðum Svía. Sem betur fer eru engir Svíar hér.
Leiguverðið er náttla grín. 10.000 yen (6000 kr circa) á mánuði, greitt fyrir 6 mánuði í senn.

Svo virðist sem einhverjir innan Alþjóðaskrifstofunnar kunni ekki á kort því að Tokai Daigaku er ekki "rétt fyrir utan Tokyo". Þegar það tekur 80-90 mín með lest frá miðbænum, þá er það ekki rétt fyrir utan.....

Flest allir hérna virðast vera hið vænsta fólk. Soldið stór hópur af Normönnum, ein 12 eða 13 stykki en þeir eru fínir greyin.

1 comment:

Unknown said...

úff heppinn varstu að lenda ekki með svía í herbergi - danir eru fínir - nossarar . . . well ef þeir eru með rembing þá getur þú sagt þeim að norka sé í raun léleg danska, íslenskan er þeirra gamla ástkæra ylhýra mál (og svo er danskan náttúrulega bara léleg þýska)