Jæja ég kom aftur til minamikaname upp á dormið í gær. Ferðin var frábær og ég slapp nokkuð ómeyddur. Brákað rifbein og harðsperrur í öllum hugsanlegum vöðvum líkamans svo og aumum rassi. Var á snjóbretti allan tíman og það var skíðað 6-12 tíma alla daganna. Ég datt nokkur hundruð sinnum og munaði littlu að ég hefði getað brotið á mér báðar hnéskeljarnar en ég slapp nokkuð vel (7, 9, 13).
Ég set inn myndir eftir spa ferðina mína. Já, á morgun fer ég á stað þar sem hægt verður að fara í 28 mismunandi Onsen og láta alla þreytuna leka út. Ég ætla líka að fara í nudd þar.
Það er 29. desember hérna núna.... ég er nokkuð conflicted með hvort að afmælisdagurinn minn sé genginn í garð. Ég fæddist jú þann 29. desember á Íslandi. Þessi tímamismunur veldur mér miklum heilabrotum.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hæ elsku karlinn minn - jú, jú afmælið þitt er gengið í garð og til hamingju með það - vertu patríótískur hafðu klukkuna Ísl. þegar það hentar.
Hér er verið að undirbúa áramótin - búið að fresta öllum brennum sökum veðurs - við prófum að skjóta út um gluggana þetta árið held ég.
Það senda allir ástarkveðjur
Til hammó með ammó ;)!
Til hammingju með afmælið drengur.
Post a Comment