Wednesday, September 26, 2007

Stuttlegt skot

Jæja, tók alsherjar Akihabara ferð í gær. Fór ásamt Normanninum Roy upp úr 12 og var kominn aftur um 23. Ráfuðum þarna um fullt af hliðargötum og inn í allar interesant búðir sem við fundum. Okkur tókst loks að finna búð með engu nema leikfangasjálfsölum en ég gleymdi að taka mynd þar......
Góssið í þetta sinn var mahjong sett, 2 gamlir laserdisks (sem ég fékk á 100 yen), bolli og R4 flash kort fyrir DS tölvuna (svona svo ég þurfi ekki að kaupa leiki né forrit).

Var að koma úr orientation fyrir tímanna. Mér líður eins og ég sé kominn í málnotkun I..... geri ekki ráð fyrir að vera lengi í bekk 10.

Ó, og svona meðan ég man. Þið getið séð campusinn hérna: http://maps.google.com/maps?ll=35.363449,139.27513&z=16&t=h&hl=en
Engan veginn er þetta rétt fyrir utan Tokyo.

4 comments:

Unknown said...

Gaman að lesa bloggið... fleiri myndir!!!!!

Unknown said...

ÉG vil bara minna á southpark!!!

Fox & Bear said...

Ætlaði bara að benda þér á þetta af gamni: http://www.careforthewild.org/default.asp - vantar þig heimilisfangið mitt? -Fifa

Björninn said...

Ég er viss um að allur sá peningur sem gefinn er þarna fer í að hjálpa dýrum, ekki í að halda uppi liðinu í kringum þetta.