Tuesday, November 20, 2007

Hvað er þetta......

Jæja, nú hef ég hvílt heilabúið frá bloggi í næstum mánuð. Lokainnskot bróður míns á seinasta innleggi hvatti mig til að ýta á sign in og hrita niður einhverju.

Eftir 2 daga er alþjóðlega tungumáa hátíðin hérna í Tokai háskóla. Hún hefur aldrei verið haldin áður. Þetta þýðir það að hún er þrefalt meira óskipulegri en vanalega. Sjáið til, Japanir virðast ófærir um að skipuleggja hluti á sem hagkvæmastan hátt. Vanalega er það bara vesen..... sem dæmi má nefna að mér var sagt að vera mættur hérna í seinasta lagi 18. sept. Skólinn byrjaði aftur á móti ekki fyrr en 28. sept. Á þessum 10 dögum þurfti ég að mæta á allskonar fundi þar sem sömu upplýsingunum var miðlað til mín. Heima hefði ég fengið öll blöð á sama stað og þurft að mæta á einn fund. Alla vegna að þá telst þetta ekki inn í einkunn og við erum ekki að fá borgað fyrir þetta. Amk nennir enginn af skandinövunum að gera neitt stórkostlegt. Einhver plaggöt og slideshow + tónlist. Þegar að kennarinn okkar gaf okkur svo slatta af heimavinnu fyrir daginn á morgun og þar á eftir. Ég minntist á það að þessi hátíð væri á fimmtudaginn og við værum líklega rosalega bissí út af því. Hún gaf mér þennan klassíska japanska "það sem þú ert að segja meikar engan sense" svip. Heima fyrir væri þetta hin argasta ókurteisi, það rauk því aðeins úr mér þegar ég kom heim. Sami svipur kom á annan kennara þegar við spurðum hvers vegna við þyrftum að fara í "medical checkup". Þetta var svona eins og ef einhver spyrði mig "afhverju...afhverju... nei vitiðið.... það er ekki til neitt samsvarandi heima. Eftir að "svarleysi" hefur verið gefið þá birtist alltaf Q.E.D. yfir hausnum á kennaranum.
Sem fær mig til að tala um annað. Sá hlutur sem mest fer í taugarnar á mér í þessu þjóðfélagi. Það er aldrei hægt að kvarta. Yfir neinu..... Þú getur farið á skrifstofu hérna og kvartað yfir hræðilegri aðstöðu á dorminu. Málið er að þeir vita alveg hvernig er. En ef að ég myndi mæta og kvarta þá kæmi þetta þeim rosalega á óvart og þeir myndi skrifa niður kvörtun, sem svo hvirfi um leið og ég færi út.

húfff þetta ætti að vera nóg af frústerun yfir japönum....
Ég kem svo inn fréttaupdate-i fljótlega ásamt nýjum myndum.
(oss á morgun kemur út ný Svals og Vals bók í Frakklandi, spurning hvort ég millilendi ekki þar í sumar og framkvæmi smá bókafjárfestingar....)

4 comments:

Kristín said...

Vá, ekki hefði ég haldið að Umezawa væri í raun týpíski Japaninn. Hélt alltaf að hún væri eitthvað stökkbreytt. Týpíska svarið: Ertu veik/ur? Japanir verða aldrei veikir. Af hverju drekkurðu ekki 4,2 lítra af fjallagrasatei á hverjum degi eins og ég? Skemmtó!

Unknown said...

Sinn er siðurinn í hverju landi. Prófaðu að flytja inn gamal mótorhjól frá S-Afríku til Íslands eða prófaðu að fá þér heimilislækni í Hollandi án þess að vera búinn að fara á fund hjá útlendingastofu (sem krefst þess að þú sért búinn að fá Hollenska kennitölu hjá skattinum sem krefst þess að þú sért kominn með fast lögheimili/húsnæði sem krefst þess að þú sért kominn með bankareikning sem krefst þess að þú sért kominn með kennitölu)

Anonymous said...

jæja, Það er líf í austri. Ég veit Bjössi minn að bloggið er erfitt. Ég kem inná síðuna þín örugglega 10-15 sinnum á dag og verð alltaf sorgmætur þegar engar nýjar fréttir eru komnar.

apaplanetan said...

Iss maður. Allar þjóðir heims eru fífl. Við líka. Maður verður bara að einbeita sér að því sem gott er.