Thursday, December 13, 2007

Úði

Það var úði í dagi, samt ekki einusinni úði... en það er nóg til þess að Japanir búi til regnhlífafrumskóg.
Þessa helgi ætla ég loksins að drulla mér til Tokyo, listinn yfir það sem mig langar til að kíkja á þar heldur áfram að vera lengri og lengri. Það er sjaldnast að ég nái að fara solo ferðir. Seinast þegar ég fór þá fór ég með innanum of ananum. Það var svona nett ekki skemmtileg ferð. Þeir hafa frekar samkynhneigðan fatasmekk og þeir continually ráfuðu eitthvað í burtu þegar ég var að skoða hluti. Þannig að ég ætla ekki með þeim aftur í nein fatakaup. Ég get þá eytt löngum stundum að ráfa á milli Burberries og Ralph Lauren.

Í gær gerði ég rosalegustu kaup aldarinnar! Japönsk kvikmyndaplaggöt! Það má sjá dýrðina hérna.
Ég rakst á þessi plaggöt á ólíklegasta stað í heimi, í bókabúðinni í skólabyggingunni minni.

Þann 25. mun ég halda klassísk íslensk jól en þá fer ég í Tokyo Disneyland. Slatti af Taílendingum og Taivönum eru að fara ásamt fólki úr bekknum mínum. It's gonna be guureeaat!

Update eftir helgi.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ! Skil ég þig rétt á þetta vera: (Finninn og Daninn) innanum of ananum, hélt að þetta væri nafn á lestinni eða eitthvað álíka. mamma

apaplanetan said...

Já! Ég vil!