Wednesday, December 19, 2007

Jólakveðjur

Jæja þið fáið ekki að heyra meira í mér fyrr en eftir jól. Ég er að fara í skíðaferð með um 20 öðrum núna frá 22-28. Ég geri ráð fyrir því að eiga eftir að standa á haus á morgun og hinn við að græja hitt og þetta plús að það eru einnig seinustu skóladagar fyrir jól. Ég er í fríi frá 23. - 7. að ég held.
Annars mest lítið að frétta..... fékk plaggöt sem ég hafði panntað online í gær og þakti vegginn minn þannig að nú sést lítið sem ekkert af honum, sem er gott. Risastórt veraldarkort og 2 kvikmyndaplaggöt.

Ég sendi hér með ykkur öllum bestu jólakveðjur. Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar.

P.S.
Hér er svo lagið "Ashita ga aru sa". Lagið sjálft er gamalt. Man einhver hvað íslenska útgáfan heitir og hverjir fluttu það?

1 comment:

Unknown said...

Þetta lag "Ashita ga aru sa" er stórkostlegt íslenski mússik-vídeó bransinn (handritshöfundar og pródúsentar) gæti lært mikið af því að horfa á þetta - maður brosir allann hringinn.