Sunday, May 4, 2008

Á morgun ætla ég að búa til epískt Chillie!
Fannst rétt að tilkynna það.
Geri ráð fyrir að nota eftirfarandi ingredients:
1kg af nautahakki
3 nautasteikur (sem ég hafði gleymt í frystinum í 5-6 mánuði), þær höfðu verið settar í lög af sinnepi, pipar og hvítlauk. Ég bætti svo við chillí mixi og jógúrt.
Svartar baunir
Niðursoðnir túmatar
Gulrætur
Laukur
Rauðvín
hvítlaukur
3 mismunandi tegundir af þurkuðum rauðum piprum, rautt piparmauk og ferskur rauður og grænn pipar
kjúklinga eða beef soð
sojasósa
engifer (ferskt)
smjör
cumin, svartur pipar, sykur og kanill.
Ég mun svo baka cornbread með þessu.... planið er að gera nógu andskoti mikið og éta það í hádeginu í skólanum svo ég þurfi ekki að borða vibban í matsalnum í soldin tíma.
Þar sem þetta er blanda af chillí réttnum sem ég gerði áður en ég fór út og "The perfect chillie" sem Heston Blumenthal gerði í þáttunum sínum "In search of perfection" þá geri ég ráð fyrir að það taki allan dag að gera þetta..... mér finnst samt eins og það vanti eitthvað.... ég set bara ekki fyrir mig hvað.

1 comment:

Anonymous said...

Það vantar kúabjöllu.

Ragnar